Bloggpressa
september 20, 2006
púff, mér finnst eins og ég sé undir smá þrýstingi hérna um að blogga eitthvað skemmtilegt og sniðugt fyrst ég var nú að búa mér til nýtt blogg. Hef ekki tíma alveg núna sökum bodypump æðisins míns – Vill vekja athygli ykkar á katagóríunum mínum (man ekki íslenska orðið í augnablikinu – Halla getur kannski hjálpað til við það). Kóma-katagórían:segir sig sjálft, þangað fara leiðinleg blogg sem enginn nennir að lesa nema þeir sem eru í kóma! Kynni fleiri katagóríur síðar, er að verða of sein – gangið á drottins vegum
kv. Anna
Velkomin til baka Reva:) Kannski ég verði bara Roxy eða eitthver önnur ódauðleg;) heheh
Ertu með hugmynd? Kveðja þinn eini sanni æðibiti HM
vúúú, roxy systir – var algjörlega búin að gleyma henni…
Sæl Anna Guðmunda …
og til hamingju með nýja síðu – var bara að frétta af henni
annars hefði ég fyrir lifandis löngu verið búin að commenta og alles 😉 ..
alla vega skv. ensk/íslensku orðabókinni minni þá er „category“ þýtt á eftirfarandi hátt:
1. flokkur, hópur, tegund, dálkur, deild, formdeild. 2. hugtak 3. (í þekkingarfræði) frumhugtak, hugkví; í heimspeki Kants hvert eittaf tólf undirstöðuhugtökum sem mannshugrinn kemst ekki hjá að beita (t.d. orsakasambandshugtakið). 4. (í frumspeki) kví, tilveruháttur eða tilverumynd veruleikans; einkum í heimspeki Aristótelesar þar sem vkíarnar eru; hlutir, tegundir, eiginleikar, magn, vensl, staðir, tími o.fl.
vona að þetta komi að notum, tvíbbi 😉
enn og aftur til hamingju með glæsilegt blogg og flottri mynd úr dómssal Evrópudómsstólsins 🙂
ahh þetta er miklu betra, hér er grundvöllur fyrir samræðum. Hitt var orðið of einræðislegt með engum kommentadálkum eða neinu. Til hamingju með nýju síðuna og hlakka til að lesa, sérstaklega þegar þú kvartar yfir harðsperrum eftir komandi danstíma 😉 Manni líður nú samt smá eins og maður sé ekki maður með mönnum því að maður fylgist ekki með Guiding Light. Ég þarf allavega að setja mig inní nöfnin 😉