sannleikann eða kontor
september 27, 2006
sannleikann? nú ok, skráðir þú þig í STOPP.is og skrifaðir undir eftirfarandi:
Ég hyggst fara að lögum í umferðinni.
Ég ætla að gera allt sem ég get til að skaða hvorki mig né aðra í umferðinni.
Ég ætla að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt.
Ég ætla að hvetja þá sem mér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama.
Ef þú skráðir þig/skrifaðir undir, ferðu þá eftir því ???
Ég einmitt skráði mig á STOPP.is fyrir svolitlu síðan.. var nr. 31.220 .. nú er komnir 34.078 – vantar fleiri undirskrifti – allir að skrifa undir og fara eftir !!!!!
Hvaða kontor er þetta sem er talað um. Ég er búinn að velta því fyrir mér síðan ég var 8 ára og hef ekki enn fengið svar!!
En (anna)rs til hamingju með nýja bloggið sem verður sífellt stílhreinna.
Hmmm… leyniblogg!
Ég komst að því fyrir algera tilviljun að þú ert búin að skipta um blogg. Hef kíkt á hverjum degi á gamla bloggið til athuga hvort ekki væri komin ný færsla.. en nei…. er þá ekki bara verið að laumast til að skrifa nýtt blogg!!!!!
En ég hef ekki skráð mig á stopp.is en hef hins vegar reynt að hafa þessi ráð að leiðarljósi frá því ég tók bílpróf þarna í hitteðfyrra þegar ég var átján.
Fer núna strax að skrá mig á stopp!
ok, best að ég búi til færslu inn á gamla bloggið um umskiptin…
kannski punkturinn við þessa færslu mína er einmitt að gagnrýna það að fólk sé að skrifa þarna undir einhverja yfirlýsingu sem það svo hugsar ekkert um að fara eftir. Einmitt þetta viðhorf, að fá sem flesta til að skrifa undir, finnst mér hálf bjagað því við í raun vitum það alveg að mikill meirihluti hyggst ekki fara eftir umferðalögum núna fremur en venjulega!