ÉG

september 28, 2006

Halló, ég heiti Anna og ég er egóisti. Ég elska sjálfa mig og býst við því að lífið snúist í kringum rassinn á mér! Er það svo óraunhæf krafa? Hvers vegna ætti ég að vera að taka tillit til annarra, það hlýtur að vera í þeirra eigin verkahring að finna hamingjuna… Nei, ég get ekki blekkt mig lengur, ég er að reyna að vera egóisti – ég hef nefnilega þann leiðinlega eiginleika að láta aðra vaða yfir mig og taka súperdúber tillit til annarra. Dæmi, ég og Tóti förum út að labba með Lubba að kvöldi til. Við erum komin langt frá byggð þá hleypur Lubbi á eftir einhverjum fugli. Tóti fer að kalla á hundinn, nokkuð hátt en endar svo með því að öskra af öllum mætti því hundurinn er frekar óhlýðinn. Jæja, hvað fer í gegnum huga minn við slíkar aðstæður? ég fer að sjálfsögðu að skamma Tóta fyrir að vera með þennan hávaða, það gætu verið hús í nágrenninu og inni í þessum hugsanlegu húsum gætu verið börn – sem gætu verið farin að sofa – o.s.frv. Það fylgdi sögunni hér áðan að við vorum komin langt frá byggð – en ég ræð ekki við þetta, ég fer alltaf að búa til aðstæður í huganum þar sem ég ímynda mér að allt sem ég geri hafi einhvers konar truflandi áhrif á aðra.

Eitt svar til “ÉG”

  1. Mattý said

    Þú ert yndisleg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: