Evrópudómstóllinn í Lúxemborg – ECJ

september 29, 2006

Eins og GLÖGGIR lesendur bloggsins hafa tekið eftir þá er myndin hérna fyrir ofan tekin þegar við fórum og heimsóttum Evrópudómstólinn í Lúxemborg í maí 2005. Þetta eru sem sagt finnsku túlkarnir sem sjást þarna inni í glerbúrinu. Einnig má sjá stólana sem við sátum í meðan við hlýddum á flutning máls fyrir dómnum. Þetta var hálf skondið því þegar við komum vorum við tekin í smá fyrirlestur og var þá lögð gríðarleg áhersla á að við sofnuðum ekki á meðan málflutningi stæði. Var okkur einnig bent á að það væri mjög auðvelt að sofna því stólarnir væru svo þægilegir!! Jæja, hvað um það, ég minnist þess nú ekki að stólarnir hafi verið eitthvað súper dúber þægilegir en málflutningurinn var hins vegar í besta falli mjög svæfandi. Það gerði það að verkum að undirrituð sat og flakkaði á milli túlka í heyrnatólinu og beindi ég um leið sjónum mínum að túlkunum sjálfum þar sem þeir sátu í básunum. Þessar finnsku, sem prýða bloggið mitt, voru ekkert minna svæfandi en flutningurinn sjálfur þannig að ég var fljót að skipta yfir á næsta túlk. Af öllum túlkunum bar sá franski höfuð og herðar yfir hina. Hann talaði held ég meira með höndunum en hann gerði með munninum – svo skemmdi útlitið nú ekki fyrir, bara alveg eins og sjarmörinn hann Gerard Depardieu!!!

Nóg í bili, njótið helgarinnar og í guðs bænum farið varlega í umferðinni,

A

7 svör til “Evrópudómstóllinn í Lúxemborg – ECJ”

  1. Jónína Ingibjörg said

    Ég man ekki betur en dómararnir hafi átt í mesta basli með að halda sér vakandi.

    Kannski þeir hafi haft þægilegri stóla en við?

  2. Hlíf said

    Núna er maður bara í því að lesa blogg og vita hvað fólk er að bardúsa eða hugsa eitt sér eða í minni hópum.
    kveðja Hlíf

  3. annai said

    Jónína: var það ekki finnski dómarinn sem sofnaði??
    Hlíf: sko mína, það er svona þegar þú flytur í þvílíkt menningarpleis og Kirkjubæjarklaustur er – þú verður svo menningarleg 🙂

  4. Finnski dómarinn var forseti dómsins og hann sat beint á móti mér og geispaði meira en „allt“ … hann var alveg að sofna.. sem mér finnst ekki skrítið í ljósi fyrrnefndar lýsingar á finnsku túlkunum… (omg.. hvað þeir voru svæfandi) .. en sammála franski hefði átt að fá leikaraverðlaun… ensku voru voða próffalegir… man ekki hvernig restin var … hehe EN rosalega var þetta skemmtileg ferð .. sérstaklega miðvikudagskvöldið 😉 heheh

  5. Mattý said

    Ég var samt mjög svekt þegar ég komst að því að „leiðsögumaðurinn“ laug að okkur með pot-prikið … Ég beið spennt eftir því

  6. Birna Kristín said

    ég mundi líka sofna í svona róandi umhverfi.

  7. Davíð said

    Hehe þetta er ein leið til að halda sér vakandi.
    Skemmtilegt að minnast á það að oft getur verið ný upplifun að horfa á uppáhaldskvikmyndirnar á þýsku,spænsku,frönsku osfrv.
    Maður hálf-roðnar samt þegar maður er með þessar þýsku raddir í gangi og eitthvað ‘dodo-atriði’ byrjar…það er eitthvað sérstaklega perralegt við þýsku þar…
    En nóg um það, brilliant síða hjá þér, skil ekki hvar þú fekkst þessa hugmynd að fara á wordpress 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: