Þetta kennir manni

október 20, 2006

fékk fréttir af tölvunni minni í dag, harði diskurinn er ónýtur. Tilraun til gagnabjörgunar kostar 17 þúsundkalla, burt séð frá því hvort þeim takist að bjarga gögnunum eða ekki. Ég varð bara að láta þá reyna, ýmis gögn þarna inni sem ég vil fá aftur, en allra helst myndi ég vilja fá eina eintakið af bs-ritgerðinni minni og öllu þeim skjölum sem henni fylgdu. Ótrúlegt, eins og ég hataði ritgerðina þá vil ég alls ekki missa hana, svona love-hate relationaship.

Núna: læra læra læra læra. Próf í stjórnskipunarrétti og kröfurétti framundan. Ekki alveg besta tímasetningin til að fá námsleiða aldarinnar – maður verður víst bara að bíta í það súra.

Hemmi hefur nýlega uppgötvað teiknihæfleika sína, ætla að leyfa ykkur að njóta þeirra með mér. Hérna er sem sagt mynd af ömmu Drífu, Týru hundi, sjónvarpi (og það eru fréttir í sjónvarpinu), stiganum heima hjá ömmu Drífu, stafirnir A M M A og stafirnir H og Ó – reyndar ekki hlið við hlið, en svona næstum 😉til-ommu-drifu-fra-hemma.jpg

fulardult

október 18, 2006

jább, það hafa dularfullir atburðir átt sér stað hér á blogginu mínu. Reyndar bara dularfullur atburður (í eintölu sem sé). Í bloggrúlluna mína er kominn hinn mjög svo duló bloggari: umbohestursmahesturur Alhesturingis. Hvurnig ætli standi  á þessu?

skúri skúri

október 15, 2006

jebb, sérlega KB búið, og ég er NÚNA FYRST að jafna mig! note to self: ekki reykja á fillerí.

Annars var þetta svakalega gaman, og ef mælikvarðinn á gott partý er hvað mörg glös séu brotin án þess að gestgjafinn verði var við það, já þá var þetta bara ansi gott partý.

Ég kveið svakalega fyrir því að opna bloggið mitt því mig rámaði í það að ég hefði skrifað eitthvað um nóttina áður en ég fór að sofa (sbr. færsluna á undan) en sem betur fór var ég nú bara nokkuð nett á þessu, engin steitment og ekkert að setja út á einn eða neinn. Það var hins vegar miklu skemmtilegra að skoða svo það sem ég hafði verið að kommenta hjá vinum og vandamönnum. Spurði til dæmis Davíð bróðir hvort hann væri á lausu, lét Kollý vita að hún væri í kúadellu með bs-ritgerðina sína og svona. Lang skemmtilegasta kommentið er hins vegar hér á þessari síðu, sjá færsluna spurning og athugið sérstaklega tímasetningarnar.

Við allar bleikjur vil ég segja þetta:

TAKK FYRIR DÁSAMLEGT KVÖLD

Yfir og út frá dali hinna dauðu 😉

nosh

október 14, 2006

vinsamleg tilmæli til þeirra sem voru í kuntuboðinu hjá mér í kvöld: SENDIÐ MÉR MYNDIRNAR!!!

F U L L

spurning

október 12, 2006

er það ekki svolítið mótsagnakennt að senda fjöldapóst til þess að kvarta yfir fjöldapóst?

Gáta dagsins, hvað er athugavert við þessa mynd:

njótið helgarinnar, kv. Anna