Núna er árið 2 e. m.

nóvember 30, 2006

sem þýðir að þetta er annað árið sem minn árgangur í lagadeildinni þarf ekki að gera misserisverkefni, eða missó eins og það er líka nefnt. Það er ekki laust við að maður öfundi 1. og 2. árs nemana pínuponsu því það jafnast ekkert á við góðan misserishóp og allt sem honum fylgir. Fyrsta missóið mitt var fremur óhefðbundið verð ég að segja, við vorum 5 af 1. ári og einn 2. árs nemi. Það sem bjargaði okkur var að þessi ákveðni 2. árs nemi, Sigurrós Lilja Snillingur, var bara með þetta allt á hreinu og leiddi okkur hin í gegnum þetta skref fyrir skref eins og sannur herforingi.  – Rannsóknaráætlun, heimildir, dómar, íslensk lög, norsk lög, dönsk lög, sænsk lög (guði sé lof fyrir Björn Hjaltason), viðtöl, Viddi Lúdd, Bjössi að grípa fram í fyrir þeim sem hann tók viðtal við (híhí), allir að grípa fram í fyrir öllum, rifrildi, kælingagöngutúrar, hlátursköst, Halldór Þormar snilldarpenni, setningin ógurlega sem enginn skyldi, að finna heimildir eftir á, skil, málsvörn, blóð, sviti og tár, Biggi Magg í jakkafötum og Ástráður að teikna dúllur á blað – Herdís fundarstjóri. Hvað er hægt að hugsa sér betra? Lilja, Halla, Birna, Halldór og Bjössi – takk fyrir fyrsta missóið, það var frábært 🙂

ó snjór ó snjór

nóvember 29, 2006

já, það sannast hið forkveðna, að misjafnt er skipt landsins gæðum. Af hverju fá höfuðborgarbúar allan snjóinn og ég ekki neinn? Það er snjór bókstaflega allt í kringum Borgarfjörð og Norðurárdal – en hér er ekki að finna snjótutlu. Ég sem býð spennt í startholunum eftir að komast á gönguskíðin!

Ætla að byrja á því að safna undirbænum, bið aðdáendur snjós vinsamlegast um að fara með sérstaka snjóbæn á hverju kvöldi þar til snjórinn kemur í dal hinna dauðu. Takk takk

Ok, viðurkenni að þessi færsla er í algjörri mótsögn við færsluna á undan – en segi mér til varnar, til hvers í andsk. að hafa svona kallt ef því fylgir enginn snjór?

kveð að sinni, Anna G.

Birrrrr

nóvember 17, 2006

það er svo kallt í Norðurárdal þessa dagana, vill einhver koma með mér til Kúbu?

tölvuOFnotkun

nóvember 16, 2006

Ég varð þess illilega vör áðan að ég hef verið að nota þessa tölvu mína kannski einum of mikið. Hvers vegna, jú það er vegna þess að áðan ætlaði ég að fara að íta á undo takkann á sjálfri mér. Ég er í flíspeysu sem er ekki rennd, og hún er svona svolítið þröng. Jæja, ég stóð inni á baði og dáðist að sjálfri mér í speglinun en verð þess þá vör að það er hvítur saumur framan á hálsmálinu á peysunni. Ha, ég er í peysunni öfugri hugsa ég, fer úr ermunum og sný henni um hálsinn á mér og ef aftur í ermarnar. Þegar ég hef lokið þessu sé ég að ég hafði alls ekki snúið peysunni öfugt. Á þessum tímapunkti hugsaði ég: „já, ég ýti bara á undo“ og ég meinti það svo innilega. Sagan endar alla vega þannig að peysan var þegar öllu var á botninn hvolft ekki öfug heldur úthverf.  

Í dag er dagur íslenskrar tungu, til hamingju með daginn íslenskuunnendur

margur verður af aurum api

nóvember 6, 2006

þannig að ég ákvað að losa mig eitthvað af þessum aurum sem ég hef sparað, þökk sé KB Banka, og skellti mér til Glasgow með mútter, Signý og Iggu.

Igga, sem er ólétt, var sem sagt með svakalegt plan, þ.e. að ef við lentum einhvers staðar í biðröð eða þvíumlíku myndi hún fara fyrst því allir víkja fyrir óléttum konum. Jæja, ekki gekk þetta alveg upp.  Ótt og títt lentum við í því að alls kyns karlmenn voru með þvílíku kurteisishættina við mig en ekki hana, þjónarnir eltu mig til dæmis með kaffið mitt og settu það á borðið á meðan Igga þurfti að fara tvær ferðar með sína drykki. En það fyllti mælinn þegar leigubílstjórinn tók einu töskuna mína og bar hana inn í bíl og út úr bílnum aftur en leyfði Iggu að rogast með sínar ÞRJÁR sjálfri. Þá var Iggu nóg boðið og ákvað að fara aldrei aftur með mér til útlanda. Ég veit ekki hvað málið er, kannski lít ég út fyrir að vera fötluð (disabled), eða kannski er ég svona svakalega sæt! Ég reyndar held því fram að Igga sé svona grimmdarleg og þeir hafi ekki þorað að aðstoða hana!!!

Þetta var afspyrnu fín ferð þrátt fyrir að hún hafi aðeins dregist á langinn. Einu verð ég þó að deila með ykkur, ég er með harðsperrur í kálfunum eftir að lyfta töskunni minni. Er það líklega til marks um að ég verði ekki api neitt á næstunni.