margur verður af aurum api
nóvember 6, 2006
þannig að ég ákvað að losa mig eitthvað af þessum aurum sem ég hef sparað, þökk sé KB Banka, og skellti mér til Glasgow með mútter, Signý og Iggu.
Igga, sem er ólétt, var sem sagt með svakalegt plan, þ.e. að ef við lentum einhvers staðar í biðröð eða þvíumlíku myndi hún fara fyrst því allir víkja fyrir óléttum konum. Jæja, ekki gekk þetta alveg upp. Ótt og títt lentum við í því að alls kyns karlmenn voru með þvílíku kurteisishættina við mig en ekki hana, þjónarnir eltu mig til dæmis með kaffið mitt og settu það á borðið á meðan Igga þurfti að fara tvær ferðar með sína drykki. En það fyllti mælinn þegar leigubílstjórinn tók einu töskuna mína og bar hana inn í bíl og út úr bílnum aftur en leyfði Iggu að rogast með sínar ÞRJÁR sjálfri. Þá var Iggu nóg boðið og ákvað að fara aldrei aftur með mér til útlanda. Ég veit ekki hvað málið er, kannski lít ég út fyrir að vera fötluð (disabled), eða kannski er ég svona svakalega sæt! Ég reyndar held því fram að Igga sé svona grimmdarleg og þeir hafi ekki þorað að aðstoða hana!!!
Þetta var afspyrnu fín ferð þrátt fyrir að hún hafi aðeins dregist á langinn. Einu verð ég þó að deila með ykkur, ég er með harðsperrur í kálfunum eftir að lyfta töskunni minni. Er það líklega til marks um að ég verði ekki api neitt á næstunni.
Mér finnst góðs viti að taskan hafi verið svona þung 🙂 og ertu lágvaxnari en Igga? Ef svo er skýrir það margt.. allaveganna þarf ég aldrei að bera neitt í útlöndum……
hehe, nei ótrúlegt en satt – Igga er lágvaxnari en ég 🙂
Gott hjá þér að verzla aðeins, ég hef komist að því með persónulegum prófunum að lundin léttist sem og auðvitað pingjan við kaupin 🙂 You have found the „happy-shopper“ in you !
Ég vorkenni bara kortinu þínu sem er pottþétt með meiri harðsperrur en þú.
Anna mín, þegar ég kom heim og allir búnir að fá það sem ég spreðaði í þau, þá komst ég að því að ég keypti ekki nóg! Við verðum að fara aftur og þú heldur í töskurnar 🙂
Hvar fannstu bleika símann?