ó snjór ó snjór

nóvember 29, 2006

já, það sannast hið forkveðna, að misjafnt er skipt landsins gæðum. Af hverju fá höfuðborgarbúar allan snjóinn og ég ekki neinn? Það er snjór bókstaflega allt í kringum Borgarfjörð og Norðurárdal – en hér er ekki að finna snjótutlu. Ég sem býð spennt í startholunum eftir að komast á gönguskíðin!

Ætla að byrja á því að safna undirbænum, bið aðdáendur snjós vinsamlegast um að fara með sérstaka snjóbæn á hverju kvöldi þar til snjórinn kemur í dal hinna dauðu. Takk takk

Ok, viðurkenni að þessi færsla er í algjörri mótsögn við færsluna á undan – en segi mér til varnar, til hvers í andsk. að hafa svona kallt ef því fylgir enginn snjór?

kveð að sinni, Anna G.

12 svör til “ó snjór ó snjór”

  1. Birna Kristín said

    Gönguskíðin ??…. held að þú værir nú búin að bölva snjónum, ef hann væri … Miðiað við að þú ert burrandi á hverjum degi hér í Norðurárdalnum.
    Það á sko eftir að sjóa nóg í vetur.
    -B

  2. Mattý said

    Sorry, þú getur ekki stólað á mig til að biðja um snjó … En ég veit hann kemur og þá get ég litið á þá björtu hlið að komast loks á gönguskíði 😉

  3. annai said

    þannig að þið ætlið ekki á undirbænalistann?

  4. Mattý said

    Ef þú setur þau skilyrði á hann að snjókomunni fylgi ekki bylur, það verði auðar götur og ég þurfi ekki að skafa bílinn. Væri líka ágætt ef það snjóaði ekki í tröppurnar hjá okkur, eða bara gönguleiðina mína út í skóla yfir höfuð. Bottom line, ef það snjóar bara þar sem hann er ekki fyrir mér og heftir ferðir mínar ekki neitt þá skal ég skrifa mig á þennan lista. Bara fyrir þig :-)(og mig svo ég komist á gönguskíði með þér)

  5. annai said

    ja, sko mér er nokkuð sama hvort það snjói á bifröst eða ekki, biðjum bara saman fyrir snjó á Varmalandi, nema á veginum svo Mattý komist í blak – ohh, þetta er að verða doldið erfitt

  6. Davíð said

    „Hvers vegna að hafa svona kalt ef það er ekki snjór“
    Fullkomlega sammála, that’s why I love snow! 🙂
    Málið er að það er líka yfirleitt aðeins heitara veður þegar snjóar, þegar það er fullskýjað frystir yfirleitt ekki og svo framvegis…
    Allavega fíla ég snjóinn og við höfum hann…liggaliggalái 🙂

  7. Maja pæja said

    Þið systkinin eruð nú hálfgerðir snjókallar! Ég nenni ekki snjó strax, ég meina hvað verður þá um pinnahælana?? Það má vera snjór yfir jólin og jamm kannski í janúar af því að þá verð ég í Genf 🙂

  8. annai said

    Davíð; var þessi athugasemd á einhvern hátt sett fram í hefndarhug?
    og hvernig er það Maj-Britt, fyrst við fengum ekki að koma með til Lissabon megum við þá koma með til Genf?

  9. Davíð said

    Algerlega ekki, var ekki einu sinni búinn að sjá kommentið þitt sem þú heldur líklega að ég sé að hefna mín fyrir 😉

  10. Maja pæja said

    Viljiði ekki frekar koma með mér til Grikklands í júní???? 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: