Núna er árið 2 e. m.

nóvember 30, 2006

sem þýðir að þetta er annað árið sem minn árgangur í lagadeildinni þarf ekki að gera misserisverkefni, eða missó eins og það er líka nefnt. Það er ekki laust við að maður öfundi 1. og 2. árs nemana pínuponsu því það jafnast ekkert á við góðan misserishóp og allt sem honum fylgir. Fyrsta missóið mitt var fremur óhefðbundið verð ég að segja, við vorum 5 af 1. ári og einn 2. árs nemi. Það sem bjargaði okkur var að þessi ákveðni 2. árs nemi, Sigurrós Lilja Snillingur, var bara með þetta allt á hreinu og leiddi okkur hin í gegnum þetta skref fyrir skref eins og sannur herforingi.  – Rannsóknaráætlun, heimildir, dómar, íslensk lög, norsk lög, dönsk lög, sænsk lög (guði sé lof fyrir Björn Hjaltason), viðtöl, Viddi Lúdd, Bjössi að grípa fram í fyrir þeim sem hann tók viðtal við (híhí), allir að grípa fram í fyrir öllum, rifrildi, kælingagöngutúrar, hlátursköst, Halldór Þormar snilldarpenni, setningin ógurlega sem enginn skyldi, að finna heimildir eftir á, skil, málsvörn, blóð, sviti og tár, Biggi Magg í jakkafötum og Ástráður að teikna dúllur á blað – Herdís fundarstjóri. Hvað er hægt að hugsa sér betra? Lilja, Halla, Birna, Halldór og Bjössi – takk fyrir fyrsta missóið, það var frábært 🙂

6 svör til “Núna er árið 2 e. m.”

  1. Maja pæja said

    Ástráður að teikna dúllur ha ha ha.. jamm hljómar skemmtilegt missó.. hefði viljað sjá Bjössa vera að grípa framm í fyrir hehe 😉

  2. annai said

    já, Ástráður var viðverandi, virtist ekki vera búinn að lesa verkefnið eða leiddist bara svona svakalega – held hann hafi spurt alveg einnar spurningar.

  3. Gudny said

    jahá… það er nú gott að þið hafið skemmt ykkur í missó…. ég hugsa hinsvegar til þeirra verkefna með HRYLLINGI !!! úfff… hafði lúmskt gaman af því þegar Einsi Kaldi sérlegur „grill“-meistari- í Réttarfarinu, sagði að þetta væri eins og þvo nemendur með grænsápu !!! Ég held því fram að ég hafi verið þegin upp úr Vítisóda…. svo slæmar minningar hef ég af 3 verkefnum….. en nóg um það.

    Vind-hænan úr Lesbos 1 kveður að sinni 🙂

  4. Maja pæja said

    hahahaa… litli vindhænustríðnispúki 🙂 en já ég lenti líka í málsvörn þar sem að Stráði, þessi elska, starði út í loftið og spurði ekki einnar spurningar. Fékk það klárlega á tilfinninguna að hann hefði aðeins skoðað forsíðu verkefnisins ef svo mikið 🙂

  5. takk sömuleiðis darling (og þið öll í hópnum líka)! Þetta var mjög svo góð reynsla – á örugglega eftir að koma að góðum notum þegar kemur að því …að maður fer að vinna með mjög ólíkum karakterum!

    knús..cya tonight… ml-ingar

  6. Birna Kristín said

    ohhh… já ég sakna þess líka pínu. Frábært missó… hreint út sagt 🙂
    -B

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: