fjársjóður

desember 18, 2006

jamm, ég var sko að fá fjársjóð í dag, eða það finnst mér alla vega þótt svo að Feng Shui aðdáendur séu kannski ekki alveg sammála mér. Tóti var að koma að norðan með smekkfullan bíl af kössum sem eru búnir að vera í geymslu hjá mútter í fjegur ár.  Gat ekki staðist freistinguna og kíkti ofan í nokkra, úff hvað það verður gaman hjá mér á morgun eftir prófið – trallallallallallaaaa

Síðasta prófið er sem sagt á morgun í grillveislu Einars Karls og Benna Boga. Verst er að ég er svo stressuð og tygg svo mikið tyggjó að kjálkarnir á mér verða ábyggilega svo stífir að ég get ekki talað á morgun – tja, þetta verður nú varla verra en þegar ég missti röddina daginn áður en ég gifti mig! 

þar sem  hann les aldrei bloggið mitt þá get ég alveg sagt ykkur það, það er sko „/&%&$%“ GLÆTAN, ég nefnilega sá hann kíkja á bloggið mitt um daginn þegar hann hélt að ég væri ekki að horfa híhíhí!!!

Annars er allt ágætt að frétta, eitt próf eftir og ég er í letistuði, nenni ekki neinu, ákvað þess vegna að blogga. Bara eitt vandamál, hef ekkert að blogga um. Nú, þá er bara að skálda eitthvað, hmmm látum okkur nú sjá (hugs-hugs-hugs) AHA, get sagt ykkur brandara, en hann er ekki fyrir viðkvæmar sálir (Mattý)

Einu sinni var súperman á flugi heim eftir velheppnaða kisubjörgun. Hann er ekkert að flýta sér þar sem sólarlagið er svo fallegt og hann bara svona líka ánægður með lífið og tilveruna. Nú, þar sem hann flýgur fyrir ofan eitt háhýsið sér hann þennan líka gullfallega kvenmann á þakinu, liggjandi á bakinu með útglennta fætur – kviknakin. Súperman hugsar sér gott til glóðarinnar: ,,sko, ef ég nota súpermáttinn minn þá get ég afgreitt þessa dömu án þess að hún taki eftir því – haha, best ég geri það“. Og það gerði Súperman, hann flaug á súperhraða, skellti sér í fang konunnar, píp, og flaug aftur burt.

Nakta konan varð hans aldrei vör en fann þó að eitthvað hafði gerst. ,,Hvað var þetta?“ sagði konan. Þá sagði ósýnilegi maðurinn: ,,ég veit það ekki en djöfulli er mér illt í rassinum!“

Kveð að sinni, njótið helgarinnar.

Öfug

desember 12, 2006

Hafið þið einhvern tíman séð mann með hund í bandi? En bát? Á myndinni hér fyrir neðan er sem sagt minn heittelskaði með litla krílið sitt í bandi. Lengst til hægri sést glitta í húsið hennar mömmu. 

haustdagar-2006-006.jpg

ég sakna excel

desember 12, 2006

já ég veit, ég bjóst ekki við þessu heldur – en þegar ég opnaði excel skjal áðan með lista yfir málsvarnir og sá sheet 1, sheet 2 og sheet 3 þá fékk ég þessa gífurlegu saknaðartilfinningu.

Ohhh, ef lífið væri nú eins einfalt og excel 🙂

það er þegar Elías bróðir minn finnur hjá sér þörf til að hringja í mig 😉  ekki leiðinlegt það, skil bara ekki hvers vegna hann hringir ekki oftar miðað við hvað við getum hlegið í símann!?!