Hér með upplýsist hvað ég gef Tóta í jólagjöf:

desember 16, 2006

þar sem  hann les aldrei bloggið mitt þá get ég alveg sagt ykkur það, það er sko „/&%&$%“ GLÆTAN, ég nefnilega sá hann kíkja á bloggið mitt um daginn þegar hann hélt að ég væri ekki að horfa híhíhí!!!

Annars er allt ágætt að frétta, eitt próf eftir og ég er í letistuði, nenni ekki neinu, ákvað þess vegna að blogga. Bara eitt vandamál, hef ekkert að blogga um. Nú, þá er bara að skálda eitthvað, hmmm látum okkur nú sjá (hugs-hugs-hugs) AHA, get sagt ykkur brandara, en hann er ekki fyrir viðkvæmar sálir (Mattý)

Einu sinni var súperman á flugi heim eftir velheppnaða kisubjörgun. Hann er ekkert að flýta sér þar sem sólarlagið er svo fallegt og hann bara svona líka ánægður með lífið og tilveruna. Nú, þar sem hann flýgur fyrir ofan eitt háhýsið sér hann þennan líka gullfallega kvenmann á þakinu, liggjandi á bakinu með útglennta fætur – kviknakin. Súperman hugsar sér gott til glóðarinnar: ,,sko, ef ég nota súpermáttinn minn þá get ég afgreitt þessa dömu án þess að hún taki eftir því – haha, best ég geri það“. Og það gerði Súperman, hann flaug á súperhraða, skellti sér í fang konunnar, píp, og flaug aftur burt.

Nakta konan varð hans aldrei vör en fann þó að eitthvað hafði gerst. ,,Hvað var þetta?“ sagði konan. Þá sagði ósýnilegi maðurinn: ,,ég veit það ekki en djöfulli er mér illt í rassinum!“

Kveð að sinni, njótið helgarinnar.

6 svör til “Hér með upplýsist hvað ég gef Tóta í jólagjöf:”

  1. Jónína Ingibjörg said

    HAHAHAHHAHAHAHAHHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHA

  2. annai said

    já, þessi var góður!

  3. Maja pæja said

    hehe… vá hvað ég hugsaði KRISTRÚN.. ekki þarna út af allsbera manninum heldur út af hugs hugs hugs!!

  4. annai said

    annars er þetta stolið hjá Kristrúnu, þetta er úr einhverri teiknimynd sem Hemmi minn horfi oft á og á tímabili átti hann það til að setjst niður, banka í hausinn á sér og segja: hugs hugs hugs. Síðan eftir smá tíma rauk hann upp með hendina á lofti og tilkynnti mér svo hátíðlega: mamma, ég fékk hugmynd! Man bara ekki hvaða teiknimynd þetta er en hlóg innra með mér þegar Kristrún fór svo að segja þetta 😉

  5. Ása said

    Manst ekki hvaða teiknimynd þetta er – það er náttúrulega vítavert kæruleysi af móður…
    Þetta er náttúrulega hinn eini sanni Bangsimon súper krúttari

  6. annai said

    að sjálfsögðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: