fjársjóður
desember 18, 2006
jamm, ég var sko að fá fjársjóð í dag, eða það finnst mér alla vega þótt svo að Feng Shui aðdáendur séu kannski ekki alveg sammála mér. Tóti var að koma að norðan með smekkfullan bíl af kössum sem eru búnir að vera í geymslu hjá mútter í fjegur ár. Gat ekki staðist freistinguna og kíkti ofan í nokkra, úff hvað það verður gaman hjá mér á morgun eftir prófið – trallallallallallaaaa
Síðasta prófið er sem sagt á morgun í grillveislu Einars Karls og Benna Boga. Verst er að ég er svo stressuð og tygg svo mikið tyggjó að kjálkarnir á mér verða ábyggilega svo stífir að ég get ekki talað á morgun – tja, þetta verður nú varla verra en þegar ég missti röddina daginn áður en ég gifti mig!
Ég öfunda þig. Já ég veit það er ljótt að öfunda fólk en ég öfunda þig samt. Ég á líka svona kassa sem hafa verið í geymslu í hátt á fimmta ár. Ég hlakka mikið til að kíkja í þá. Ég man ekki einu sinni lengur hvað er í þeim. Veit sem sagt ekkert hvað ég á og hvað ég á ekki.
Gangi þér vel í dag
Á hvaða heimilisfangs sendir maður jólakortið til þín??
sko, bara á Kennarabústaður, Varmaland, 311 Borgarnes. En þitt?
annars hitti ég afa hrólf á morgun ef þú hittir hann áður en hann fer, hann gæti tekið kortið 🙂
efa að ég hitti afa…. skelli því bara í póstinn… ágætt að láta þá hafa eitthvað fyrir stafni! Ég er annars efstasund 3n.h. 104 Rvk 🙂
Anna þú mátt heldur ekki blogga svona mikið í einu!
hmmm… Igga að kommenta, þá er hún líklega búin að blogga eitthvað.
Halló Anna og þið öll, hjartans þakkir fyrir jólakortið, aldrei að vita nema maður bjalli við tækifæri;)
Hafið það gott, og gleðileg jól;) Bestu kveðjur frá Hólmó Hafrún
Gleðileg jól og gleðilegt komandi ár – vona að þið hafið það gott í sveitinni 🙂 Og skil þig vel að vera káta yfir að fá loksins kassana í stóra húsið. Þú veist þú getur friðað Feng Shui liðið með því að fá þér einhvers konar gosbrunn – inni og úti… verður þó að kosta þónokkuð, það er aðalreglan 🙂
Gleðileg jól og hafðu það gott yfir áramótin- hlakkar mikið til að sjá þig hressa sem fress á nýju ári þegar streðið hefst á ný !
yfir og út
jólakisa
púff, ég er ekkert svakalega mikið fyrir gosbrunna en kraninn inni í eldhúsi lekur – er það ekki nóg? og auðvitað komu eingöngu bráðnauðsynlegir hlutir upp úr þessum kössum, eins og gardínur, u.þ.b. 1.000 vínglös og svona (þannig að núna get ég bara dregið fyrir og fengið mér í glas!!!)
tjá lekandi vaskur gerir algjörlega gæfumuninn 😉 þarft ekkert að draga fyrir – við verðandi bekkjarfélagar kunnum sko að skála 🙂
glæsilegt, ég var farin að hafa áhyggjur af verðandi bekkjarfélögum mínum og drykkjuaðferðum þeirra – gott að þeir kunni að skála 😉 híhí
Gleðilegt nýtt ár! Gott að vita að þú eigir nóg af vínglösum þar sem þau eiga það til að fremja sjálfsmorð í kuntupartíum. Hef reyndar grun um að sumum þeirra hafi verið ýtt!!!
Þetta er orðið ansi langt jólafrí hjá þér anna mín!!
þú færð nýja bloggfærslu í afmælisgjöf mín kæra 🙂
hæ darling..
Maður bíður spenntur eftir næstu færslu.. hvenær á eiginlega Ester afmæli ?;) ..alla vega vona ég að þér líði betur og að við fáum bráðum að sjá þig…. hressa og káta eins og venjulega – þann 22. janúar (og jafnvel fyrr :))
bkv. hbe
ps. fengu þið jólakortið frá mér ?
…úff, afmælið mitt já …það er víst 27 janúar. Síðasta skiptið sem ég fæ að vera tuttuguogeitthvað ára gömul
híhí
Sko meira að segja þingið er búið með jólafríið!!