Umræðurnar í skólanum

janúar 29, 2007

snúast að miklu leyti til um hægðir og er Guðný Ösp Ragnarsdóttir þar fremst á meðal jafninga og ræðumennska hennar þykir bera af… ohhh, crap!!!

Mig langar SVO að sjá So I married an Xmurderer – á hana einhver??

Völvuspá 2007

janúar 28, 2007

Jebb, í upphafi árs fékk ég í hendurnar þessa glæsilegu völvuspá og ætla núna að deila hluta af henni með ykkur – því þetta er alveg ótrúlegt hvað margt af spánni hefur þegar ræst.

1. Völvan byrjaði á sérstökum skilaboðum til mín sem ég skyldi ekki alveg strax. Þau hljóðuðu svona: VARAÐU ÞIG Á INNRÁS BUSANNA. Ég skil þetta samt núna!

2. Völvan segir að eitthvert lið (ekki viss hvaða lið en nokkuð viss um að það heiti Strákarnir okkar) komi til með að fara stórum í upphafi árs. Telur hún að um landslið sé að ræða og tengist það eitthvað einhvers konar bolta sem er stærri en tennisbolti en minni en fótbolti. Lið þetta mun etja kappi við stórlið frá öðrum þjóðum og kemur til með að vinna c.a. annan hvern leik en meðal þeirra liða sem það vinnur eru Eyjuálfumeistarar og Evrópumeistarar. Völvan segir Íslendinga eiga eftir að vera með nagaðar neglur og að sala á hvers kyns stresslosandi lyfjum muni stóraukast þá sérstaklega í endaðan janúar (og Jónína Ben kemur til með að stórgræða á einhverri stresslosandi meðferð). Um endanlegt gengi liðsins, í þessu sem virðist vera stórmóti, segir völvan að senjórítum muni svíða undan Strákunum okkar, Króatar munu fá að vita hvar Davíð keypti ölið og að lokum eru það Pólverjar sem þurfa að játa sig sigraða. Nóg um það!

3. Eurovision: Völvan sér fram á hræðilega undankeppni sem endar með sigri hins rauðhærða Eika Hauks. Eiki mun hins vegar gera góða hluti í Finnlandi og Íslendingar mega, að sögn Völvunnar, fara að undirbúa keppni hérlendis á næsta ári.

4. Bifróvision: Völvan segir þetta Bifróvision verða það besta frá því að Bjössi Hjalta tók Eye of the Tiger – Eiki Hauks mun vera leynigestur Bifróvision að þessu sinni – Halla kemur til með að drekka ALLA undir borðið – Guðný Ösp eyðir kvöldinu í að safna ákveðnu slefsýni – Sóley og Sóley munu þurfa að hafa sig allar við að verja sambandið fyrir áleitnum karlpeningnum (mun skýringin vera sú að Desperate-yfirbragðið er farið af þeim eftir að þær tóku ákvörðunina um innhverft samband) –  Jónína kemst á séns! – Mattý hefur yfirtekið Desperate-yfirbragðið af Sóley og getur þar af leiðandi skemmt sér vel þetta kvöld (án áreitis) – Ögmundur deyr fljótlega eftir drykkjukeppni við Höllu – Maj-Brit sýnir ótrúlega fjölhæfni þegar hún sýnir nýju breik sýninguna sína: Bend & Stretch!!  –  Birna er óljós stærð í þessari jöfnu – ÉG: mér kemur til með að leiðast ógurlega og fara heim upp úr miðnætti!!!

Uppljóstra kannski fleiru úr Völvuspánni 2007 – síðar

(ESTER: ég vona að þú hafir ekki verið búin að kíkja 15 sinnum en tæknilegir örðugleikar (ég svaf út) ullu því að þetta blogg fer ekki í loftið fyrr en nú.)

Hmm… óður til afmælisbarnsins – tja, ég get í raun ekki rætt um neitt sem gerðist í gamla daga þar sem slíkt á heima þar (manstu samt þegar við tjölduðum úti á túni & þegar við þóttumst ætla að gista heima og mamma þín og pabbi náðu í okkur og svo framvegis og framvegis). Jamm, við vorum sem sagt bestu vinkonur hérna í denn, ég og Ester, einmitt á því skemmtilega tímabili sem kallast gelgjan 🙂 Síðan fór Ester á Krókinn í skóla og hvað gerist – júbb hún varð ólétt. Síðan flytur hún í Kópavog og hvað gerist þá – júbb aftur ólétt.  Þar sem Ester þykir mjög gaman að prjóna og hekla ákvað hún að þetta dyggði engan veginn og varð enn á ný ólétt. Og ef við teljum þetta saman þá eru þetta heil þrjú börn sem þessi kjarnakona hefur alið og geri aðrir betur (þ.e. nú á dögum)!!!

Ég held að Ester hafi skipt jafn oft um háskólanám og hún hefur átt börn. Bíddu nú við, hún byrjaði í kjarneðlisfræði, þótti það of létt, fór þá í stjörnugeimsfélagsverktæknifræði sem var líka og létt og endaði í heilafræði – og hefur nú vonandi fundið sína hillu í lífinu.

Samband mitt við Ester hefur nú ekki verið neitt gífurlegt síðan hún fór á Krókinn, en hún er sem betur fer ein af þessum gullmolum því það er alveg sama hvað það er langt síðan við hittumst – alltaf er eins og við töluðum síðast saman í gær (nema bara að í hvert skipti sem ég tala við hana er komið nýtt barn og hún búin að skipta um nám – en það er náttúrulega smáatriði hí hí).

Ég man enga skemmtilega sögu um þig Ester, þ.e. án þess að sverta mitt eigið nafn í leiðinni, og ætla þess vegna að láta það duga að birta þessa flottu mynd af þér og Dísu… Til hamingju með afmælið elsku vinkona, sálfræðinemi og ofurmamma með meiru!!!

ester