Til hamingju með afmælið Ester
janúar 27, 2007
(ESTER: ég vona að þú hafir ekki verið búin að kíkja 15 sinnum en tæknilegir örðugleikar (ég svaf út) ullu því að þetta blogg fer ekki í loftið fyrr en nú.)
Hmm… óður til afmælisbarnsins – tja, ég get í raun ekki rætt um neitt sem gerðist í gamla daga þar sem slíkt á heima þar (manstu samt þegar við tjölduðum úti á túni & þegar við þóttumst ætla að gista heima og mamma þín og pabbi náðu í okkur og svo framvegis og framvegis). Jamm, við vorum sem sagt bestu vinkonur hérna í denn, ég og Ester, einmitt á því skemmtilega tímabili sem kallast gelgjan 🙂 Síðan fór Ester á Krókinn í skóla og hvað gerist – júbb hún varð ólétt. Síðan flytur hún í Kópavog og hvað gerist þá – júbb aftur ólétt. Þar sem Ester þykir mjög gaman að prjóna og hekla ákvað hún að þetta dyggði engan veginn og varð enn á ný ólétt. Og ef við teljum þetta saman þá eru þetta heil þrjú börn sem þessi kjarnakona hefur alið og geri aðrir betur (þ.e. nú á dögum)!!!
Ég held að Ester hafi skipt jafn oft um háskólanám og hún hefur átt börn. Bíddu nú við, hún byrjaði í kjarneðlisfræði, þótti það of létt, fór þá í stjörnugeimsfélagsverktæknifræði sem var líka og létt og endaði í heilafræði – og hefur nú vonandi fundið sína hillu í lífinu.
Samband mitt við Ester hefur nú ekki verið neitt gífurlegt síðan hún fór á Krókinn, en hún er sem betur fer ein af þessum gullmolum því það er alveg sama hvað það er langt síðan við hittumst – alltaf er eins og við töluðum síðast saman í gær (nema bara að í hvert skipti sem ég tala við hana er komið nýtt barn og hún búin að skipta um nám – en það er náttúrulega smáatriði hí hí).
Ég man enga skemmtilega sögu um þig Ester, þ.e. án þess að sverta mitt eigið nafn í leiðinni, og ætla þess vegna að láta það duga að birta þessa flottu mynd af þér og Dísu… Til hamingju með afmælið elsku vinkona, sálfræðinemi og ofurmamma með meiru!!!
p.s. sjáið mömmu „afrógreiðslu“ þarna á bakvið híhíhí
takk anna mín fyrir þessa fallegu mynd. Ég fæ ekki betur séð en að þarna sé ég með tóbaksklútinn góða á höfðinu, í peysu af mömmu og mjög töff gervi leðurvesti, þetta verður nú varla meira töff en það. Ég ætti kannski að íhuga að skipta aftur yfir í þessa tísku???
…og já ég held að mamma þín ætti alveg að íhuga þessa hárgreiðslu aftur …jafnvel diskóskó og útvíðar buxur við.
Hvar er absolut vodka bolurinn þinn annars???
ég veit það ekki!!! enda man ég ekkert eftir þessum bol 😉
hehe.. loksins kom að afmælisdeginum góða!! 🙂 🙂 🙂 .. mín náttúrulega bara búin að bíða spennt enda svona lið sem bloggar sjaldan og langt á milli færslna …algjörlega óþolandi 😉 thihi
knús vinkona.. hlakka til að lesa meira frá þér.. svo styttist óðum í Bifró.. þar sem þú verður auðvita heiðursgesturinn 🙂 .. 🙂