Völvuspá 2007

janúar 28, 2007

Jebb, í upphafi árs fékk ég í hendurnar þessa glæsilegu völvuspá og ætla núna að deila hluta af henni með ykkur – því þetta er alveg ótrúlegt hvað margt af spánni hefur þegar ræst.

1. Völvan byrjaði á sérstökum skilaboðum til mín sem ég skyldi ekki alveg strax. Þau hljóðuðu svona: VARAÐU ÞIG Á INNRÁS BUSANNA. Ég skil þetta samt núna!

2. Völvan segir að eitthvert lið (ekki viss hvaða lið en nokkuð viss um að það heiti Strákarnir okkar) komi til með að fara stórum í upphafi árs. Telur hún að um landslið sé að ræða og tengist það eitthvað einhvers konar bolta sem er stærri en tennisbolti en minni en fótbolti. Lið þetta mun etja kappi við stórlið frá öðrum þjóðum og kemur til með að vinna c.a. annan hvern leik en meðal þeirra liða sem það vinnur eru Eyjuálfumeistarar og Evrópumeistarar. Völvan segir Íslendinga eiga eftir að vera með nagaðar neglur og að sala á hvers kyns stresslosandi lyfjum muni stóraukast þá sérstaklega í endaðan janúar (og Jónína Ben kemur til með að stórgræða á einhverri stresslosandi meðferð). Um endanlegt gengi liðsins, í þessu sem virðist vera stórmóti, segir völvan að senjórítum muni svíða undan Strákunum okkar, Króatar munu fá að vita hvar Davíð keypti ölið og að lokum eru það Pólverjar sem þurfa að játa sig sigraða. Nóg um það!

3. Eurovision: Völvan sér fram á hræðilega undankeppni sem endar með sigri hins rauðhærða Eika Hauks. Eiki mun hins vegar gera góða hluti í Finnlandi og Íslendingar mega, að sögn Völvunnar, fara að undirbúa keppni hérlendis á næsta ári.

4. Bifróvision: Völvan segir þetta Bifróvision verða það besta frá því að Bjössi Hjalta tók Eye of the Tiger – Eiki Hauks mun vera leynigestur Bifróvision að þessu sinni – Halla kemur til með að drekka ALLA undir borðið – Guðný Ösp eyðir kvöldinu í að safna ákveðnu slefsýni – Sóley og Sóley munu þurfa að hafa sig allar við að verja sambandið fyrir áleitnum karlpeningnum (mun skýringin vera sú að Desperate-yfirbragðið er farið af þeim eftir að þær tóku ákvörðunina um innhverft samband) –  Jónína kemst á séns! – Mattý hefur yfirtekið Desperate-yfirbragðið af Sóley og getur þar af leiðandi skemmt sér vel þetta kvöld (án áreitis) – Ögmundur deyr fljótlega eftir drykkjukeppni við Höllu – Maj-Brit sýnir ótrúlega fjölhæfni þegar hún sýnir nýju breik sýninguna sína: Bend & Stretch!!  –  Birna er óljós stærð í þessari jöfnu – ÉG: mér kemur til með að leiðast ógurlega og fara heim upp úr miðnætti!!!

Uppljóstra kannski fleiru úr Völvuspánni 2007 – síðar

9 svör til “Völvuspá 2007”

  1. hehehehheheheheh.. LOL ..
    ég sé að þessi völva er alveg ótrúleg .. ég meina.. auðvita get ég drukkið ALLA undir borðið – þar á meðal ykkur.. svo raunin verður auðvita sú að þið skemmtið ykkur öll ótrúlega vel enda búin að innbyrja það mikið áfengi að þið dansið eins og ykkur sé borgað fyrir það .. þegar að lokaskotinu kemur .. drepist þið öll (ekki bara Ömmi greyið).. og ég sem stend greinilega ein eftir (enda búin að drekka ALLA 300 bifró gestina undir borðið) .. kem ykkur í leigubíl heim til ykkar! Enda er ég náttúrulega ekkert nema góðmennskan!

    Svo PARTY ON !!! sé fram á mjög svo skemmtilegt kvöld… og áhugavert 😛

  2. Jónína Ingibjörg said

    Jibbý… ég hlakka til. Fyrst þetta er svona verð ég víst að splæsa í nýtt dress.
    Verð að þjóta.. þarf að drífa mig í ljós, magaæfingar og háreyðingar…. er ég að gleyma einhverju?

  3. annai said

    Halla: ég verð farin heim um miðnætti þannig að ég tek líklega ekki þátt í þessari drykkjukeppni, nema ástæðan sé sú að ég drepist fyrir miðnætti…
    Jónína: Ja, það er líklega ekki galin hugmynd að fjárfesta í nýrri brók

  4. Mattý said

    Vonum að völuspáin verði ekki of sannspá hvað Bifró varðar, þú mátt ekki fara svona snemma heim !!! Æ hvað það verður mikill munur að fá loks frið fyrir þessu endalausa áreiti og geta djammað í friði. hehehe

  5. annai said

    híhí, reyndar er aldrei að vita nema hörðustu aðdáendur þínir láti sjá sig, nefnum engin nöfn!!! En í aðra sálma. Mattý, viltu vera svo væn að svara spurningunni sem ég kastaði fram í kommenti í ´bloggfærslunni þinni Hávaðamengun!

  6. Mattý said

    Aðdáendurnir eru orðnir frekar margir sko, hehe nei ok þetta var of mikið.
    Ég er búin að svara þér 😉

  7. Maja pæja said

    hehe… förum í keppni hvor hver fyrr heim Anna!! .. en á maður ekki að reyna að fá sem mest fyrir þennan pjééning og vera fram undir morgun! En ég held svei mér þá að völvan hafi rétt fyrir sér með rauhærða eika hauks.. og ljóst er að við fáum 12 stig frá Norge 😉

  8. annai said

    já og öllum hinum norðurlöndunum því helstu júróvísjónspekingar þeirra hafa náttúrulega verið með Eika í þessum stórskemmtilega fyrir-júró þætti og ég trúi ekki öðru en að þau styðji strákinn!!!

  9. Sóley said

    Geðveik völvuspá! Held að þú hafir svo gaman af því að sjá hvort hún rætist varðandi Bifró að þú megir ekki vera að því að fara heim á miðnætti!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: