Bíð spennt
febrúar 16, 2007
Já, það er ekki laust við að spennan hér á heimilinu magnist dag frá degi, enda er konudagurinn bara einu sinni á ári. Ég náði að muna eftir bóndadeginum en það fór þó svo illa að bóndinn á heimilinu var fárveikur á bóndadaginn og gat þar af leiðandi ekki notið jafn vel þeirra kræsinga sem honum voru þá boðin upp á. Valentínusardagurinn hjá þessari fjölskyldu var þannig að ég passaði mig bara á að minnast ekki á hann í einu orði því ég veit að Tóti þolir ekki þennan dag sem kenndur er við Valentínus. Minn maður var ekki alveg jafn passasamur og ég og að kvöldi 15. febrúar kom hann til mín og tilkynnti mér að hann væri búinn að bíða í allan dag að ég gerði eitthvað sætt fyrir hann í tilefni Valentínusardagsins. Ég hváði náttúrulega við og sagði það nú vera mjög undarlegt því sá dagur hafði verið í gær! – En spennan snýst sem sagt um það hvort Tóti sé yfirhöfuð að fatta að það sé konudagur á sunnudaginn, það verður bara að koma í ljós 😉
ps. var að bæta við einkum bloggara í bloggrolluna (lesist bloggkindinda), Hemúlnum sjálfum.
Hver er Hemúllinn?
það er strandamaður
Telst eitt gott „swing“ á eldhúsborðinu góð konudagsgjöf ??
Vil bara láta vita af því að ég hef hitt hemúlinn sjálfan, í Múmínlandi við Turku í Finnlandi – hann var frekar fáskiptur við mig, en Múmínpabbi bætti það upp.
óþolandi þessir karlmenn sem koma öðrum karlmönnum til bjarga á elleftu stundu (fékk konfekt og blóm í boði björgunarsveitarmanna sem gengu í hús) – ég sem var farin að hlakka til að láta Tóta greyið engjast aðeins í tilefni dagsins 😉