Barnaafmæli og Guðný Ösp í imbanum
febrúar 25, 2007
Jább, afmælisdagurinn var góður, eftir Hæstarétt var brunað á einhvern veitingastað sem ég man ekki hvað heitir og við vinkonurnar fengum okkur vel útilátinn hádegisverð. Eftir það tók Kringlan við þar sem Mammon tók vel á móti okkur og okkar pening. Eftir það fór ég í hinn vel gróna bæ Kópavog (sem státar bráðlega af enn fallegri trjám en ella) þar sem Gunnar Birgisson tók vel á móti mér – nei reyndar var það tengdó en ekki Gunnar – og þar beið mín önnur afmælisveisla, heldur óhefðbundin þó fyrir svona gamla kjellingu eins og mig, þ.e. pizzupartý!!! Tengdó tjáði mér að ég væri svo ung að hún hafi ákveðið að hafa barnaafmæli. Jahá, ekki slæmt það. Það státa sko ekki allir af því að fá barnaafmæli þegar þeir verða 28 ára 🙂 🙂 🙂
***
Ég var í sakleysi mínu að horfa á Jón nokkurn Ólafsson í sjónvarpinu á laugardagskveldinu. Þar sá ég hljómsveitina Helga og hljóðfæraleikarana flytja lagið Janúarmyrkur og snjór og leist nokkuð vel á, ótrúlega góður texti alla vega! Síðan sýndi Jón svona syrpu af hljómsveitum frá Norðurlandi, þar byrjaði Baraflokkurinn, síðan 200.000 naglbítar, þá Skriðjöklar með aukakílóin út um allt á mér, síðan Karl Örvars frekar halló, svo Hvannadalsbræður allir í eins lopapeysu og síðast en ekki síst kom hljómsveit sem heitir Hver. Ég get svo svarið fyrir það að aðalsöngkonan í þessari grúppu var engin önnur en okkar eina og sanna Guðný Ösp Ragnarsdóttir og söng hún meðal annars um að þeir sem verða blankir hringi í 12 6 12. Ég hvet alla til að kíkja á vefupptöku af þættinum og sjá Guðnýju enda ekki á hverjum degi sem Bifrestingar koma í imbakassann. Ef þið nennið ekki að horfa á allan þáttinn þá er þetta þegar ca. 3/4 hlutar eru búnir, eftir Helga og hlf. en undan Skriðjöklum (menn í náttfötum).
hehhe.. tær snilld! En eftir smá eftirgrennslan kom í ljós að hljómsveitin HVER, er „skólahljómsveit“ úr MA og var upp á sitt besta árið 1978 (5 árum fyrir fæðingu GÖR) .. svo spurning er … hver er þessi stúlka sem er svona nauðalík henni ????
ég held að guðný sé bara að ljúga til um aldur…
hún er bara að feika þetta svo hún geti náð sér í ungan kærasta 🙂
já, mínar grunsemdir leiddu einmitt til sömu niðurstöðu og birna hefur komist að – sem leiðir þá til næstu spurningu, hvað kostar ein bótox meðferð?
Ég þarf nauðsynlega að komast að því hvað svona allskyns lýtaaðgerðir kosta. Komin á þann aldur sjáðu. Einnig komin á þann aldur að ég þekki þessa söngkonu (ekki persónulega þó) Get bara ekki munað hvað hún heitir (komin á þennan aldur). Ég held hún hafi lengi verið í bakröddum í júróvisjón og svo hefur hún verið þáttastjórnandi í útvarpi. Kannski þetta sé bara mamma hennar Guðnýjar!?
ég er búin að horfa á þetta fimm sinnum og ég er ekki að sjá það að þær séu líkar … hefur kannski e-ð með það að gera hvað ég er ómannglögg :-s
hehehe…. ég horfði nú á þennan þátt en man ekki eftir að hafa séð mig þar en margur heldur mig sig…. eða mig e-hverja aðra, en gott og vel 🙂 það er alltaf gaman þegar einhver sér tvífara minn en eins og þið vitið þá getur gott eintak ekki verið allstaðar 😉
þannig að það er skjalfest, Guðný Ösp neitar að hafa verið í þættinum, hún er því líklegast ekki að nálgast fimmtugt og hefur því að öllum líkindum enga hugmynd um kostnaðinn við bótox – ohhh, en leiðinlegt. En lítum á björtu hliðarnar, við erum núna vel undirbúin fyrir þann dag þegar Guðný kemur teinalaus í tíma!
æjji áttirðu afmæli? :S Til hamingju með það! Ég hefði aldeilis getað nýtt mér tækifærið og knúsað þig í bak og fyrir… ég þori því nefnilega vanalega ekki – verandi busi og svona… en ég á ennþá latabæjarafmælisgræjur ef þú vilt annað barnaafmæli – get gert hrískökur og kanínuköku 🙂
p.s. það verða þá appelsín í gleri með lakkrísrörum með þessu
ohhhh, væri sko alveg til í knús frá uppáhalds busunum mínum… en í næsta afmæli þá panta ég hljómsveitina HVER og þá verður sko tjúttað!
hey ég er ennþá með teinanna ég losna við þá 22. mars !!! 😉 😉 😉
pant vera boðið í þetta afmæli.. langar að sjá Gunýju syngja!!!