Játningar
febrúar 28, 2007
nú, eftir margra mínútna innhverfa íhugun, hef ég komist að niðurstöðu. Hún er sú að ég nenni alls ekki að kommenta á öll blogg – sjokkerandi, ég veit. Þau blogg sem ég nenni hvað síst að kommenta á eru færslur sem snúast um daglegt líf, og þá á ég við daglegt líf eins og: ég fór í búðina í dag og keypti í matinn, fannst allt vera hræðilega dýrt, fór svo heim og eldaði, horfði á tvo þætti í imbanum og fór svo að sofa = BORING Ég meina, hvað er hægt að kommenta á svona færslur? Síðan koma færslunar um fátæku börnin í útlöndum og alls konar svona góðgerðarblogg, ég er engin Angelina Jolie og hef afar litlar skoðanir á þessum málum og nenni ekki að mynda mér skoðun til þess eins að kommenta. Síðan koma blogg um bókagagnrýni og veitingastaðagagnrýni, ég hef ekki tíma fyrir annað en skólabækur og er svo heimakær að veitingastaðir eru mjög sjaldgæfir viðkomustaðir í mínu lífi, þannig að nenni ekki að kommenta svoleiðis færslur (nenni ekki einu sinni að lesa þær).
Ok, nú eru komin nokkur dæmi um bloggfærslur sem henta mér ekki og ég nenni hreinlega ekki að kommenta á þær. Svo fór ég að hugsa um kommentin mín. Þið, bloggvinir mínir, hafið kannski tekið eftir að ég er yfirleitt ekki með einhver mússí mússí komment (ef þið haldið það þá hefur kaldhæðnin farið eitthvað framhjá ykkur). Ég tók nefnilega þessa ákvörðun fyrir margt svo löngu síðan að vera leiðinleg í kommentunum mínum. Ók, kannski ekki leiðinleg en heldur ekki skemmtileg, ekki uppörvandi, ekki styðjandi, ekki þessi venjulega rassakyssandi vinkona sem segir að allt sé flott og æðislegt. Ég vil frekar rífast svolítið (þeir sem eru dannaðaðri kalla þetta rökræður) án þess þó að mógða – það er alls ekki mín ætlun enda er það nú bara dónaskapur – já og af gefnu tilefni: án þess að vera köllur framsóknarmanneskja (held ég hafi verið sú eina í ML-aðlinum sem ekki skráði sig í framsókn fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar)
Ok, hef sem sagt játað fyrir ykkur að nenna ekki að kommenta á allar bloggfærslur og að vera leiðinlegur kommentari af yfirlögðu ráði. Þá er bara ein játning eftir, hún er sú að ég kommenta yfirleitt ekki hjá Jónínu Ingibjörgu því kommentakerfið er svo lengi að opnast hjá henni – annars myndi ég kommenta leiðinlega þar líka.
Yfir og út frá dal hinna dauðu!!!
Af þessu leiðir að mitt blogg er skemmtilegt að þínu mati = 3 komment á færsluna mína í dag.
Má ég kalla þig framsóknartúttu áfram ?
já og nei
jei 😉 … og ég fékk comment á færslu dagins – reyndar bara eitt en ég meina .. maður þakkar pent fyrir sig þegar tvíbbinn commentar 😉 …
Meðan ég las þessa færslu var ég að hugsa; „Hmmm.. hún kommentar nú alltaf hjá mér“ svo þegar ég las síðustu játninguna þá þurfti ég að gá og viti menn! Þú kommentaðir alla vega á síðustu færslu hjá mér!
Annars er mér nokk sama. Best er að fá svona komment eins og þú talar um, sem sagt neikvæð eða þau sem vekja rökræður. Það er sko ekkert gaman ef alltaf eru allir sammála um allt.
Það eru hinar ýmsu ástæður fyrir því að ég kommenta á blogg eða kommenta ekki á blogg. Til dæmis reyni ég að kommenta alltaf á bloggið þitt einfaldlega til að auka líkurnar á að þú skrifir meira. Annars fer þetta allt eftir dagsforminu.
Nú er ég komin með heilt blogg hér í athugasemdir hjá þér. Hefði kannski verið nær að setja þetta á bloggið mitt.
Annars er það helst að frétta af okkur hér á Bifröst að það hefur verið heldur kalt í vetur þannig að sauðum og gemlingum hefur að mestu verið haldið inni við. Gegningar ganga ágætlega og fengitíminn var fínn.
Bestu kveðjur í dal hinna dauðu… eða var það hinna rauðu … eða?
P.s. ég hef aldrei á minni löngu ævi skráð mig í framsóknarflokkinn. Eða ekki svo ég muni.
jónína: þú og ég, erum eitt, utan framsóknar!!! ps. ég mundi nú ekki eftir að hafa kommentað á ofnæmisfærsluna þína, man hins vegar eftir að hafa ætlað að gera það svona fjórum sinnum en þá nennti ég ekki að bíða og bíða (því líklega átti ég að vera að gera eitthvað gáfulegra!!!)
bara að hafa það á hreinu að ég skráði mig ekki í Framsókn!!! Ég hélt að þú ynnir rannsóknarvinnuna þín betur 🙂
ps. eða er ég ekki í þessum aðli?? eða kaðli
Já þú segir nokkuð, þú ert bara haldin sama kvilla og ég í þessu sambandi. Þetta er t.d. fyrsta kommentið mitt á þitt blogg…er það ekki?
Ég nenni heldur ekki að kommentera á þessa (mússí mússí)
Maja: þú ert aðallinn!
Hrafnhildur: nei, ég held að þú sért eitthvað að misskilja þetta, og var ég ekki búin að blokkera þig?
Halldór: mússí tú jú tú 😉
Ég nenni yfirleitt ekki heldur að kommenta á svoleiðis, geri það samt stundum af kurteisi, af því ég er svo dönnuð 😉