My dad, the movie star
mars 1, 2007
Jább, pabbi karlinn er bara orðinn kvikmyndastjarna, fékk aðalhlutverk í einhverri þýskri mynd um heimsendi og lék franskan mann að nafni Henry – sjá hér.
Annars er lífið bara venjulegt, ég fór út í búð, virðisaukaskatturinn hafði lækkað í 7 %, keypti eitthvað krapp í matinn, fór heim, eldaði, horfði á tvo þætti, hugsaði með hlýhug til allra fátæku barnanna í útlöndum, ákvað að vera betri manneskja héðan í frá, reyna að muna eftir afmælum vina minna, hreyfa mig meira, borða minna, tala meira við barnið mitt og svo framvegis. Góður dagur allt í allt og mér líður bara vel.
Takk fyrir mig, Anna G.
Hæ. Ég ætlaði bara að vera viss um að þú hafir fengið afmæliskveðjuna frá Norge.
Allt gott að frétta héðan. Eins og hjá fleirum er það dagleg ákvörðun hér að verða betri manneskja, með því að borða minna osf, osf, osf
kveðja Hlíf.
híhí 😉
jú takk helmingurinn af systrunum skordal, kveðjan komst á leiðarenda þrátt fyrir mikið slabb í noregi – takk takk 🙂
Pabbi þinn er flottur í hlutverki Henrys. Það sem kom mér þó mest á óvart er hve margir Frakkarnir eru rauðhærðir, ég man allavegana ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð rauðhærðan Frakka …hehe 😀