er í alvörunni hægt að hætta að borða sykur??

mars 11, 2007

hvernig þá?????

18 svör til “er í alvörunni hægt að hætta að borða sykur??”

  1. Hrafnhildur said

    Nú maður hættir bara!

  2. Jónína Ingibjörg said

    Það þarf ekkert að hætta að borða sykur. Bara vera meðvitaður um hvaðan sykurinn kemur. Fá sér til dæmis appelsínu í stað sælgætis. Ég gerði það einu sinni. Hætti að borða sælgæti og þegar sykurþörfin var að fara með mig fékk ég mér appelsínu eða annan ávöxt. Það virkaði ágætlega.

  3. Jónína Ingibjörg said

    Það skal tekið fram að ég er alveg meðvituð um það hvað ég er góð í að ráðleggja öðrum en sjálfri mér.

  4. annai said

    hehehe… jónína, þú ert best – veit samt ekki hvort þetta með appelsínuna virkar í öllum tilfellum því það er sykur í öllum andskotanum!
    og hrafnhildur, er þetta spurning um að ég hætti að borða sykur jafn auðveldlega og þú hættir að reykja eða? ég var nefnilega að meina svona aðeins meira langvarandi 😉

  5. Hrafnhildur said

    Þú ert ill frá innstu hjartarótum.

    iss það auðveldara að hætta að borða sykur heldur en að hætta að reykja, en það er spurning hversu langt maður ætlar að ganga í því, það er nú ekki alveg jafn heilsuspillandi og reykingarnar.

    En það er vonlaust að hætta að borða sykur hér í sveitinni. VONLAUST

  6. annai said

    hehe, álíka vonlaust og að hætta að reykja sem sagt? knús til þín plástraði bossinn minn 🙂

  7. Mattý said

    Ég er alveg sammála Jónínu, það skiptir máli hvaðan sykurinn er að koma. Held það sé gjörsamlega ógerlegt að hætta alfarið að borða allan sykur en að hætta að borða nammi er alveg möguleiki. Með hverjum deginum sem þú borðar ekkert nammi þá minnkar löngunin. Mér finnst bara tilhugsunin um að borða aldrei aftur nammi of yfirþyrmandi og þess vegna ákvað ég í vetur að borða bara nammi einu sinni í viku. Það gekk mjög vel þangað til prófa-lærdómurinn byrjaði … :-s

  8. annai said

    ég virðist hafa lag á því að finna upp ALLS KONAR afsakanir fyrir því að borða nammi… vinsælastar eru þær sem ég kenni við vikudagana:
    1. ó, það er nú einu sinni mánudagur – best að fá sér nammi
    2. það er nú ekki þriðjudagur nema einu sinni í viku…
    og svo framvegis

  9. Sóley said

    Svarið við þessari spurningu er, já það er hægt að hætta að borða sykur, með því að hætta að borða, sem leiðir að lokum til dauða. Passið ykkur því að borða nógan sykur svo þið deyjið ekki!

  10. annai said

    þetta líst mér vel á, verst ef ég enda svo með því að deyja úr ofáti 😦

  11. Kollý said

    Manstu hvernig Ghandi leit út ? Hann hætti að borða sykur og ýmislegt. Spurning hvor þetta eigi að vera steitment hjá þér um eitthvað – annars skaltu bara borð´ann – ef ekki, endarðu einsog lítil horaður indverji.

  12. annai said

    hm… ég minnist þess nú að rauðka hafi ekki borðað sykur þegar hún flutti hingað út á land – þú ert sem sagt að segja að ef ég hætti að borða sykur þá komi ég til með að líta út eins og rauðka og gandhi – best að óverdósa sig af sykri!!!

    +++

    (sorrý rauðka, ég er ekki svona illa innrætt í alvörunni)

  13. Kollý said

    hmmm…rauðkan hætti við að hætta að borða sykur þess vegna er hún svona bústin og fín í dag ! Má benda á að sálufélagarnir rauðka og Ghandi voru (og eru) með stórt hjarta svo sykurbindindi hefur ekki áhrif á það – smá sárabót fyrir krumpur og horaða ásýnd.

  14. annai said

    takk elskan, þarna bjargaðir þú mér alveg 🙂

  15. heheh.. alveg hreint yndislegt að koma hingað að lesa þessi comment.. miklu skemmtilegri en VMM og MS … en já, ég segi eins og svo margir aðrir.. var hætt að borða nammi (en ekki allan sykur) … en því bindinni var snarlega hætt í þessum prófalestri! hvað gerist eftir hann…já, spurning hvort maður stefni á að reyna að líta út eins og Ghandi.. eða allvega langleiðina… 😉

  16. Jónína Ingibjörg said

    Ég ætla bara að vera feit og falleg 😀

  17. Hrafnhildur said

    Ég bendi þér á nokkrar bækur til að losna við biturleika sem virðist hrjá þig þessa dagana, þær fást allar á amazon.com Ég skal aðstoða þig við að panta, en þessa síðustu hef ég þegar pantað fyrir þig með hraðpósti og ætti hún að berast í kvöld (ef guð lofar)

    Love Your Body, Love Yourself
    The New Mood Therapy Revised and Updated
    The Power of Positive Thinking
    Learned Optimism: How to Change Your Mind and Your Life
    og síðast en ekki síst –>
    Anger Work: How To Express Your Anger and Still Be Kind.

  18. annai said

    ekki veitir mér af fyrir prófið á morgun!!! Takk fyrir þetta elsku rauðkan mín, gott að eiga góða að á erfiðum stundum sem þessum!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: