Beint á ská 1/3
mars 12, 2007
hafið þið heyrt um sérfrótt vitni? það hef ég þótt ég sé nú ekki sérfrót um það sko…
Staðan er þannig að einu prófi af þremur er lokið núna í þessari prófahrinu. Best að vera ekkert að gaspra um hvernig það gekk, það gæti jinx-að það. Á morgun eru það geirvörtumaðurinn og augnakonfektið honum til aðstoðar – ég hlakka mikið til þess sérstaklega í ljósi þess að ég er ekki búin að læra mikið fyrir prófið 😦
Þeir sem eiga líf hafa kannski séð umfjöllun Kastljóssins í síðustu viku um hann auminga Geir sem er í fangelsi í Bandaríkjunum (eða kannski frekar þeir sem eiga ekkert líf??). Aumingja maðurinn á óskaplega bágt, fékk 20 ára dóm fyrir líkamsárás, búinn að sitja inni í 9 ár og óttast um líf sitt hverja stund. Hann hefur verið að reyna fá sig framseldan til Íslands án árangurs og ekki kippa helstu ráðamenn þjóðarinnar sér upp við þetta. Ég er með ráð fyrir hann aumingja Geir – fá Bobby Fisher bara til að ættleiða sig, þá fyrst fara hjólin að snúast!!!
Góðar stundir kæru vinir nær og fjær
nei Anna mín, það er auðvitað ekki á allra færi að verða sérfrótir. Ég er að hugsa um að bæta þessu inn í orðabókina hjá mér, nýyrði ásamt fíns (sem ég hef reyndar alveg gleymt að tileinka mér)
Þú átt eftir að fara létt með niplurnar og konfektið á morgun, ég efast ekki um það. Ef þú þarft upplyftingu geturu leitað að mér og hlegið að því þegar ég skipti litum, hvít-hvítari-rauð-röndótt …
já, ég var alveg búin að gleyma fíns – en þetta verður ábyggilega fíns hjá þér líka á morgun enda ertu sérfrót um ansi margt 😉
æj ég er búin að vera aðeins utan við mig af stressinu – svo ég er ekki búin að lesa blogg – sem þýðir þó hins vegar ekki að ég sé neitt betur undirbúin – djöfsans! en þar sem ég veit að ég er gullfalleg og bara átt við mig og engan annan þá var þetta líka grín af minni hálfu – vildi bara threechecka til að vera með allt á hreinu 🙂 og ég er sammála mattý þú átt eftir að bulla vel í þeim í dag og allir glaðir… ég skil samt ekki að ykkur finnist gott að fara til e-s sem þið þekkjið… mér finnst þetta afar vond tilhugsun að þurfa að mæta þeim á göngunum með kjánahroll yfir bleikum kinnum, stami og almenns rökleysis í munnlegum prófum.
og með sykurinn er ég klárlega rangur maður til að svara – hugsa Hrafnhildur geti sagt þér allt um það – enda er hún ekki svo vel innrætt þegar kemur að stríðni! já nei ég er ekkert sár… 😉
Elsku Sonja, þú ert greinilega reið og bitur yfir þessu öllu saman og ég er farin að hafa virkilegar áhyggjur af þessu. Þess vegna ætla ég að gefa þér eina bókina sem rauðkan var svo almennileg að panta fyrir mig og heitir Anger Work: How To Express Your Anger and Still Be Kind (ekki það að þú sért ekki kind, en þú þarft að fara fá útrás fyrir allri þessari innbyggðu reiði)
Njóttu vel gullfallega
Anna mín þessi bók var einmitt skrifuð fyrir þig- Sonja þarf alveg klárlega að fá bók til að finna útrás fyrir sína innbyggðu reiði- en hún er bara alltaf kind, ALLTAF…
Anna mín, vil bara benda þér á að skv. upphaflegum tímasetningum í prófinu í dag þá átt þú að koma tvisvar til að svara spurningum, fyrst kl 15 og aftur kl 16:30 ! Ég ímynda mér að einhver hafi verið að lesa bloggið þitt og sé sár !
Hrafnhildur: já, þetta er satt – ég hef bara svo miklar áhyggjur af henni, hrædd um að hún spryngi einn daginn (hefurðu ekki heyrt um þessa múslíma sem eiga við sama vanda að etja, þeir bara springa upp á miðju torgi án neinnar sjáanlegrar ástæðu) – kannski er best að þú lánir henni bara eina bók úr þínu einkasafni: Anger Work: How To Express Your Anger and Never Be Kind ??
Kollý: Það er eðlileg skýring á þessu og tengist það ekki blogginu mínu. Þú getur hins vegar séð skýringuna á blogginu hennar Sóleyjar í færslunni Vanish-áhrifin, klám og fleira skemmtilegt (ég hefði betur verið búin að fá allt þetta bókaflóð þá hefði kannski gengið betur í samningaviðræðunum sem þá áttu sér stað!?!)
Ég vona bara að ég fái einhverntíman að vera sérfrótt vitni hjá þér (þar sem mér skilst nú að fólk innan míns fags séu oft á tíðum notuð sem slík vitni) …það yrði án efa athyglisvert.
…annars, njóttu þín, væna mín, sæt og fín, á láni hjá lín …oooog ég hef ekki hugmyndaflug í meira rím.
Skák og mát!!