Lyginni líkast

mars 22, 2007

Ídolið okkar, Sigurður Líndal, kenndi okkur mastersnemum í dag í fyrsta sinn. Þá komst ég að því að hann var ekki einungis mannlegur heldur líka skemmtilegur. Jæja, allt í lagi með það. Eftir tíma þurfti ég að skreppa í Boringnes með smá viðkomu í Baulu. Þegar ég er að fara að keyra af stað frá Baulu sé ég hvar ídolið keyrir út á þjóðveg á undan mér. Ég spái svo sem ekkert meira í því og ek af stað. Eftir smá stund er ég komin alveg í rassgatið á honum (á ökumannamáli þið skiljið) en þar sem þetta var nú einu sinni Sigurður Líndal þá gat ég ekki fengið mig til að taka fram úr honum… svoleiðis gerir maður bara ekki sko! Ok, ég keyri þá bara á eftir honum alla leið niður í Boringnes – á misjafnlega miklum hraða. Hálfa leið niður í Boringnes sé ég að það er kominn bíll á eftir mér og greinilegt var að þolinmæðin var ekkert að drepa þann ökumann. En þrátt fyrir mörg tækifæri þó tók hann nú aldrei fram úr. Ég ákveð að standa við mína ákvörðun og taka ekki fram úr Sigurði Líndal þannig að þetta endar í þriggja bíla röð alla leið niður í Boringnes.   Jæja, þegar ég er að keyra inn í Boringnes og bíllinn fyrir aftan mig er að beygja út úr bænum þá lít ég í átt að bílstjóranum og sé að hann steytir hnefann í átt til mín grimmdarlegur á svip!! Þetta væri svo sem ekki frásögum færandi (segir maður svona Jónína??) nema fyrir það eitt að óþolinmóði bílstjórinn í bílnum fyrir aftan mig sem steytti hnefanum að mér var enginn annar en Sigurður Líndal sjálfur. Þið hljótið að sjá kaldhæðnina í þessu!!

Ok, þetta er haugalygi – ég keyrði reyndar á eftir Sigurði í dag og af endalausri virðingu gat ég ekki fengið mig til að taka fram úr – en þetta með hinn bílinn og steytta hnefann er bara lygi. Mér varð nefnilega hugsað til þess sem hann Sigurður Líndal sagði við okkur í dag um að líklega myndu blogg og tölvupóstar nútímans hafa sama gildi fyrir komandi kynslóðir og sendibréfin höfðu fyrir okkur, þ.e. heimildarlega séð. Þannig að við mættum nú aldeilis passa okkur hvað við segjum á blogginu – híhí… Ég hef nú lýst því yfir áður að ég sé helber lygari og bið ykkur um að lesa ekki bloggin mín með kreddubundinni oftrú (varð að koma þessu að). Mitt blogg er sem sagt svipað og annállinn góði fyrir tímabilið sem ekkert markvert gerðist og höfundurinn skáldaði bara upp snjóflóð og ofsaveður – þ.e. ber að taka með ákveðnum fyrirvara.

Góðar stundir 

13 svör til “Lyginni líkast”

  1. Sóley said

    Mér finnst eins og þú hafir ekki kreddubundna oftrú á aksturshæfileikum Sissa Lín.

  2. Maja pæja said

    hehehe.. þú setur þig á háan hest gagnvart ídolinu.. samt ekki svo háan 😉

  3. heheh, tær snilld! Þvílík kaldhæðnisörlög 😉 en já, maðurinn er algjör „ædól“ og er bæði mannlegur og skemmtilegur 😉 mjög svo – alla vega gat maður bæði hlegið og brosað oft í dag… hlakka bara til hvað snilld hann kemur með á morgun! Svo veit maðurinn næstum barasta allt… eða alla vega ótrúlega margt!!

  4. Mattý said

    hehehe, og hugsaðu þér heilabrotin sem þú veldur framtíðarfólkinu með því að tala um Boringnes 😉
    Annars þurfti ég að lesa endinn á sögunni nokkrum sinnum yfir (áður en ég las lengra og sá að þetta var lygi) skildi ekki hvernig sami maðurinn gat verið bæði í bílnum fyrir aftan þig og framan. En þú ættir auðvitað að vera löngu búin að átta þig á því hvað ég er græn og trúi öllu sem mér er sagt … ég er samt að vinna í því sko

  5. annai said

    Sóley: híhí… ég sagði aldrei neitt um aksturhæfileika hans, enda er ég nú kannski ekki best í að dæma um slíkt 😉
    Maj Brit: hvað meinarðu? ég geri mér vel grein fyrir að ég er skíturinn undir skónum hjá ídolinu…
    Halla: við komumst víst aldrei að því hvað hann segir í tíma á morgun (nema Sóley segi okkur það svona eftir á)
    Mattý:hehehe… já kaldhæðnin fólst að sjálfsögðu í því að ég hafi keyrt á undan ídolinu allan tímann en ekki eftir honum. Þetta er allt að koma hjá þér kellan mín – hugsa að ég haldi nú samt áfram að leggja svona gildrur fyrir þig, til að halda þér í æfingu.

  6. Hrafnhildur said

    Ég las fyrri helminginn líka aftur áður en ég komst að því að þetta var bara lygasaga hjá þér og þrátt fyrir að hafa lesið hana tvisvar tók ég ekki eftir því að þar stóð Boringnes…

  7. Mamma þín said

    Sagt er; „ekki í frásögur færandi“
    sem sagt, ekki þess virði að færa í frásögn/sögur frá

  8. Jónína Ingibjörg said

    Þetta var ég en ekki mamma þín :s
    Ég þoli ekki þegar tölvan hugsar fyrir mig

  9. Halldór Þromar said

    Sigurður Líndal….boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring, boring…….

  10. annai said

    segir þú Halldór sem bloggar ekkert nema það sé í eins konar sigurðar líndals formi, hvað segir það um þig?? 😉 thíhí

  11. Maja pæja said

    Nei það er sko ekki hægt að setja sig á háan hest … SL er nefnó soldið lítill maður (samt ekki andlega) og mar er eila alltaf á háum hesti (meira að segja ég).. eða þannig

  12. Halldór Þormar said

    Já ég er ekki með símanúmerin hjá öllum fjölmiðlum landsins á náttborðinu hjá mér eins og SL…en eins og sagt er; kverúlantar þola ekki hvern annan eðli málsins samkvæmt!

  13. Maja pæja said

    Við Birna sáum ídolíð í Borgó á föstudaginn, hann var á leiðinni í Kaupfélagið… hvað ætli hann hafi verið að fara að kaupa?? djö akkurru eltum við hann ekki??

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: