júróvisjón

apríl 12, 2007

Ákvað að deila skoðunum mínum á júróvisjón-lögunum með ykkur, endilega kíkið á lögin hér. Byrja á fyrstu sex lögunum. Og munið svo eftir fyrsta þættinum með Eika á morgun, föstudag kl. 20.10!

1. Albanía – ágætis lag en mikið var söngvarinn skrítinn, var þetta ekta hár? og hverjum dettur í hug að vera sjálfviljugur með svona yfirvaraskegg?

2. Andorra – Green day bara, á samt eftir að sjá hvernig þetta gerir sig á sviði, þ.e. verður söngvarinn jafn kraftimikill þar og í þessari upptöku?? Þetta er eiginlega of Green day legt fyrir minn smekk, ekkert spennandi…

3. Armenía – HVÍTAR GALLABUXUR er það sem stendur upp úr í þessu lagi, og svo auðvitað sú staðreynd að söngvarinn virðist vera að synja eitthvað allt annað lag en það sem heyrist, líklega hefur myndbandið verið tekið upp með upphaflega textanum (á armenísku eða hvað sem þetta heitir) en ensku útgáfunni svo bara skellt með – sæmilegt lag svo sem en þessi nakta kona er ekki alveg að gera sig heldur…

4. Austurríki – já þú segir það Get alive og er þetta ekki eyðniborðinn þarna bakvið? Þetta er einhvers konar áróðurslag fyrir eyðninni held ég sem er algjörlega þarft og allt það. Mér finnst lagið ók, ekkert spes en mikið er ég ákveðin í að ná dansinum hjá honum Eric, bara flottur…

5. Hvíta Rússland – hvílíkur drami, greinilega mikið lagt í þetta myndband. Hljómsveitin svona semi-þungarokkband sem tónar nokkuð vel við lordarana síðan í fyrra en síðan er lagið ekki alveg jafn rokkað og bandið er – eða eitthvað….

og síðasta lagið í þessari færslu

6. Bosnía&Hersegóvína (eða hvernig sem það er skrifað) – bara flott, ég er alltaf algjör sökker fyrir dimmrödduðum söngkonum sem syngja svona austantjalds þjóðlagatónlist – vona bara að hún verði ekki með þennan hekludúk á höfðinu í Helsinki.

8 svör til “júróvisjón”

 1. Jónína Ingibjörg said

  Ég verð að fara að hlusta á þessi lög….. er alveg úti að aka í þessu..

 2. ég hlustaði… en lag nr. 6 og það var Belgía .. með LOVEPOWER 😉 hehe.. gæinn þar var svo gay að Palli er bara straight við hliðina á honum 😉 thihi…

 3. Sonja said

  úff mér þykir þú dugleg… alltaf þegar ég horfi á evrósýn get ég ekki munað muninn á lögunum. yfirleitt næ ég þó að tengja með því að muna búningana – svo takk hvítar gallabuxur er gott seiv. Er með Armeníu þá á hreinu og Bosníu Herzegóvínu. Er með þá kenningu að Lordi hafi bara unnið af því enginn gat gleymt fimmtugu skrímslunum sem hömuðust uppá sviði og því alltaf gefið þeim flest stig. Vann Tatu annars? það hlýtur að hafa verið fyrsti kvennakossinn á sviði evrósýnar.

 4. Hrafnhildur said

  tja hvað skal segja, leiðarljós og Evróvision – þú kemur stöðugt á óvart.

 5. Kollý said

  Tók eftir ljósu strípunum í tíma í dag 🙂 Ég bíð spennt eftir að þú dettir inní glæstar vonir.
  Ég man bara eftir Eika rauða sem ALLIR meðdómendur hans gáfu honum fullt hús nema þáttastjórnandinn…engin hlutdrægni þar á ferð

 6. Sóley said

  Takk Anna. Nú er ég með kjánahroll, sérstaklega þar sem ég ákvað að tékka á sænsku og bresku lögunum úff!

 7. MajBritt said

  Mér fannst Hvíta-Rússland ok.. soldil svona Bond stemning í því. Annars fylgist ég spennt með þessu og finnst þættirnir með Eika Hauks og vinum stórskemmtilegir. Ógleymanlegt atriðið í síðasta þætti þegar að íslenska laginu voru gefin stig hehe…

 8. annai said

  í ljós hefur komið að ég kann ekki stafsetningu, er nokkuð viss um að e sé á undan o í stafrófinu en svona er nú það… já, þetta var nú eiginlega hálf grátlegt þegar Big-Black fékk fullt hús stiga frá öllum meðdómendum sínum, þetta er nú ekki ÞAÐ gott, eða hvað?
  Næsta júrófærsla á morgun, bara gaman 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: