húsmóðir

apríl 18, 2007

já, Hrafnhildur var eitthvað að gera gys að áhuga mínum á leiðó og júró í commó á síðustu færsló – heyó, þetta er gammó, veió! Allt í lagi, hætt – en já, mín kæra rauðka, hvenær ætlarðu loksins að átta þig á því að ég er utan að landi? Þá er það komið á hreint og þá förum við yfir í alvöru málsins, færsla dagsins:

Ég held að ég verði aldrei fyrirmyndar húsmóðir. Ég tek svona tarnir og geri svo ekkert þess á milli en þá hleðst upp skíturinn og drullan og það endar með því að það verður að taka allsherjarhreingerningu og það + fresturnarárátta = ekki gott. Alla vega þá er ég komin á þá skoðun að ég verði ekki sönn húsmóðir fyrr en þann dag sem ég hætti að gráta af gleði þegar ég klára upp úr óhreinatauskörfunni. En ég bara get ekki hugsað mér að missa þennan stóra en fátíða gleðigjafa úr lífi mínu þannig að: B-manneskja í húsmóðursstörfum eins og öllu öðru.

Crocs eru dásamleg og forljót uppfinning, ég var nú ekkert að drífa mig að fjárfesta í pari en fer varla úr þeim núna (þori reyndar ekki í þeim í skólann, þeir eru svo ljótir og passa svo rosalega illa við „hátískufötin“ mín). Mæli með þeim, þeir fá *** af 5, dregið niður fyrir ljótleika.

Ekki meira í bili,

kv. Anna

22 svör to “húsmóðir”

  1. MajBritt said

    þeir passa nú alveg ágætlega við hátískufatnaðinn og glæsilega hönnun garmanna úr 2líf!!

  2. annai said

    reyndar er það satt, en ég á nú bara ekki svo mikið af görmum þaðan. Kannski ég versli fleiri föt þar svo ég geti ALLTAF verið í ljótum skóm!

  3. Jónína Ingibjörg said

    Hvað er Crocs?

  4. Mattý said

    Segi það Jónína, hvað er Crocs ?!?!

  5. Hrafnhildur said

    Anna! Ég gat skilið með leiðó og júró því þú er (úr) sveitó.

    Crocs!

    Það er bara ekkert eftir nema að fá sér don canó og og … sígó

  6. annai said

    Vitið ekki hvað crocs er? þetta er nýjasta tíska í reykjavík (greinilegt að hrafnhildur hefur ekki farið í borgina svolítið lengi). Hrafnhildur, einhver veginn held ég að don canó og sígó eigi betur við t.d. sonjó…

  7. Sóley said

    Ég hef ákveðið að giska á að Crocs séu mjög litrík útgáfa af gömlu góðu klossunum. Fást meðal annars í barbie-bleiku fyrir áhugasama.

  8. Mattý said

    OK. Eru þetta þægilegir skór !?!?!

  9. annai said

    þetta er jafn mikil skyldueign fyrir óléttar eins og snúningslak – og jú, þeir eru þægilegir

  10. Jájá.. skilst að þeir séu mjög svo þægilegir eða það segir alla vega Inga Lóa vinkona mín sem keypti þá í USA fyrir um 2 árum og gekk varla í öðru eftir það (sérstaklega á ferðalögum og slíku!) En fagurleikinn er nú ekki alveg til staðar 😉

  11. Sonja said

    Anna, ég veit hvað þú ert að hugsa. Við erum alveg á sömu bylgjulengd… það getur enginn verið smart nema ég í don canó með sígó! Ég hugsa ég hendi bleikum leggings, varalit, naglalakki og scrungy í pakkann. Bifröst will not know what hit them.

  12. Jónína Ingibjörg said

    Það voru hvorki til Crocs né einhver snúningslök þegar ég var ólétt. Ég þurfti sko bara að snúa mér sjálf og ganga á tréklossum. Að vísu hafði ég heldur aldrei heyrt um grindargliðnum heldur…….
    Sjittt hvað ég er orðin gömul 😦

  13. annai said

    Sonja: það er reyndar ein scrungy gella á Bifröst, spurning hvort þú ert ekki of sein hvað varðar þá múnderingu – en hitt væri alveg að gera sig (og af hverju ég tengi þig við don canó??? það er held ég eitthvað í sambandi við umræðuna um grænu úlpuna hans einars…)
    Jónína: já sjitt

  14. Sonja said

    þýðir ekkert að byrja slúðrið og ekki klára… það verður náttúrlega að fylgja sögunni hver scrungy gellan er! í pósti bara 🙂

  15. Jónína Ingibjörg said

    Úfff… hvað er scrungy?

  16. Hrafnhildur said

    Ég verð að játa að ég hef stigið mínum gullna fæti í Crocs, en það var í heimahúsi og ég gætti þess að draga fyrir áður.

    Það var aðeins eitt vitni og treysti ég á þagmælsku hennar þar sem hún myndi aldrei vilja að það myndi komast upp að hún noti crocs hvenær sem tækifæri gefst.

    Þeir eru svo þægilegir að ég fór á vefinn í leit að fallegum croks skóm. Þá voru það helst þessir sem komu til greina
    http://shop.crocs.com/pc-33-4-prima.aspx?reqid=33&reqProdTypeId=41p&subsectionname=footwear&section=products

    En svo er það bara skynsemin sem nær yfirhöndinni þegar ég ætla að hafa mig í að panta, mér verður hugsað til buffaló tískunnar og líka háu hælanna, ég gekk í 12 cm háum hælum heilan vetur – akkúrat árið sem ég tók alltaf strætó í skólann.

    Skynsemin segir:“ekki falla fyrir skóm sem ALLIR í Reykjavík ganga í, þú átt eftir að sjá eftir því seinna.“

  17. Hrafnhildur said

    Það er eiginlega nauðsynlegt að bæta því við þegar minnst er á buffalóskó að sambýlismaður einnar í leynifélaginu gekk í svoleiðis skóm lengi vel.

  18. annai said

    hehemmm… og eru brúnu stígvélin ein af þessum eftirsjám í skókaupum – þessi sem þú kemst ekki úr án hjálpar? og ég ætla ekki að giska hvaða sambýlismaður þetta var, þori því ekki 😉

  19. Sonja said

    giska giska giska giska!

  20. annai said

    nei nei nei
    og vitið þið hvað, ég gleymdi að blogga júróvísjón færsluna – ég er nefnilega svo rosalega dugleg að læra sko og hef engan tíma í svona bloggerí!

Skildu eftir svar við Halla Björg Hætta við svar