Skordýr og sjálfshjálparbók handa íslenskum karlmönnum

apríl 21, 2007

já, það mætti halda að mig hafi gripið eitthvað bloggæði – en það er nú oft svona þegar maður Á AÐ VERA AÐ LÆRA…

Alla vega, skordýr er eitthvað sem ég er ekki hrifin af. Þegar ég var lítil stóð ég oft í glugganum heima hjá ömmu Nönnu og veiddi fiskiflugur og át þær – jummí. Núna eru þessar elskur, hlussufiskiflugur, að vakna til lífsins og eru c.a. ein í hverju herbergi (á varmalandsmælikvarða – ekki bifrastarmælikvarða). Þetta er alveg ótrúlegt því þegar þær „drepast“ á haustin legg ég mig fram við að finna þær allar sem eru hér innandyra og henda þeim í ruslið. Hvaðan koma þær?? og svo er ég ein heima og veit ekki hvort ég komi til með að geta sofið með allar þessar hlussur sveimandi í kringum mig (en þá gef ég mér að þær sameinist allar í einu herbergi) ábyggilega í hefndarhug vegna þeirra sem ég át á sínum tíma…

En gleðifréttir: Þorgrímur Þráinsson ætlar að skrifa sjálfshjálparbók handa íslenskum karlmönnum – íslenska þjóðin er hólpin!

10 svör to “Skordýr og sjálfshjálparbók handa íslenskum karlmönnum”

  1. Kollý said

    Nú náði ég ekki alveg hvort þú hafir styrk, þor eða vilja til að drepa hlussurnar ( fyrir utan átið á þeim ) en gott ráð, ef þú vilt drepa þær, er að spreyja þær létt með hárlakki – en kannski er það ekkert svo gott ráð því þú virkar ekki alveg hárlakks týpan…en má hafa þetta bak við eyrað.
    Úff – ég veit ekki hvað skal segja með þorgrím kallinn og ráðleggingar frá honum. Hann drekkur hvorki né reykir – er mikið að marka svoleiðis mann ????

  2. Jónína Ingibjörg said

    Ég get alveg komið og gist hjá þér sko…

  3. Mattý said

    Ég er alveg eins, get ekki sofið ef það er suðandi fluga í herberginu … þess vegna byrja ég á að drepa allt sem suðar í áður en ég fer að sofa. Ástæða þess að ég sef ein? hmm… pæling

  4. annai said

    ég á sko tvær dollur af hárlakki (sem ég nota ekki) og ég hef ekki hugmynd um af hverju ég á þær – held að tóti hafi verið að nota þetta til að lakka yfir málverkin sín. Annars þori ég alveg að drepa þær, svona eina í einu, en ekki þegar þær eru orðnar 10 á móti mér einni sko, það getur bara endað illa!
    Varðandi Þorgrím þá er ég að velta einu fyrir mér – hvernig getur maður sem er svona „fullkominn“ nokkurn tímann hjálpað þeim sem eru ekki jafn fullkomnir? Hefur hann einhverja hugmynd um hvað tossarnir, plebbarnir, reykingamennirnir, alkóhólistarnir, ativnnuleysingjarnir, öryrkjarnir, dvergarnir, gamlingjarnir, einstæðu feðurnir, helgapabbarnir, háskólanemarnir og aðrir álíka aumingjar þurfa að ganga í gegn um?

  5. Hrafnhildur said

    Hann getur allavega kennt þeim hvernig á að fá stinnan rass og þéttan glansandi brjóstkassa.

    Hugsaðu þér allt sem plebbarnir hafa ekki hugmynd um en hinn fullkomni maður hlýtur að gera (vax, leiser, trimmform, detox, tannhvíttun og rétting ofl., hárblástur, litgreining).

    Hvaða kona er ekki glöð ef þetta er í lagi?

    Ég er viss um að bókin fjallar um þetta.

  6. annai said

    stinnan rass og þéttan glansandi brjóstkasssa??? segðu mér að ástæða þess að þú vitir þetta sé sú að þið stundið sömu sundlaug…

  7. thihi…. mikið er þetta nú áhugavert umræðuefni.. og mikið hlakkar mig til að heyra svarið hennar Hrafnhildar 😉 thihi
    en um bókina, þá vona ég bara að hún verði ekki gefin út „í rauðu“ 😉

  8. Hafrún said

    halló vá til lukku með titilinn í gær, ekki vissi ég þetta um þig, hélt einmitt alltaf að ég væri ein svona, en ertu búin að halda jafn lengi og ég? eða lengur?
    knús HM æðibiti,
    bið að heilsa

    p.s vantar að fá tölvupóst með hugmyndum af brúðargjöf 🙂 hafrunmar@gmail.com

  9. Jónína Ingibjörg said

    Rosalega entist stutt þetta bloggæði. Ertu kannski bara búin að læra allt?

  10. annai said

    nei, er bara í sveitinni í geggjuðu veðri og nenni ekki að hanga yfir lærdóm eða bloggi…

Skildu eftir svar við Jónína Ingibjörg Hætta við svar