Pakka niður – dagur 2&3
maí 30, 2007
jámm, þetta gengur vægast sagt hægt hjá mér. Ruslapokarnir fyllast þó óðfluga sem og Rauða-kross pokarnir, endar bara með því að ég stend hér á brókinni einum fata og eigi enga veraldlega hluti nema pappakassana sem ég get með stolti kallað mitt eigið heimili. Jamm og jæja, kassarnir eru alla vega orðnir 7 þannig að þetta mjakast (hrjót hrjót).
Pakka niður – dagur 1
maí 28, 2007
og afraksturinn:
- 2 pappakassar á leið í geymslu
- 2 svartir ruslapokar farnir í gáminn
engin megaafköst, verð að spíta í lófana ef ég á að ná þessu – leyfi ykkur að fylgjast með framvindu mála.
Allt að gerast í sveitinni… (remix)
maí 22, 2007
nú er maður kominn í sumarfrí og bloggið ekki efst í huga… Alla vega þá erum við Hermann komin í sveitina þar sem við reynum af litlum mætti að vera til aðstoðar í sauðburðinum – en eins og kannski sést á meðfylgjandi myndum, þá látum við hafa það mikið fyrir okkur að það er spurning hvort við verðum nokkurn tímann beðin um að koma aftur á háannatíma…
Hér gefur á að líta Spiderman-merkið hans Hermanns, sem hann missti í fjárhúsunum og endaði að sjálfsögðu með því að fara niður fyrir grindurnar…
og hér byrjar björgunaraðgerðin – Hermann með grilltöng og Drífa með kúbein…
Búið að taka upp ristina…
og hér er Drífa bóndi að teygja sig í spidermanmerkið með grilltönginni, spurning hvort hún nái ???
Júhú, viti menn – eitthvað kom alla vega undan grindunum.
og það bar vel í veiði, spiderman merkið komið aftur til eigandans sem var kampakátur með þetta ótrúlega björgunarafrek.
ps. endilega takið eftir því hvað wordpress er orðið íslenskuvætt, hvað er annars íslenska þýðingin á wordpress? orðapressa?
Colgate-hvítt er inn / Eitur-rautt er út
maí 11, 2007
Já, ekki komumst við upp úr drullupollinum þetta árið en við reynum aftur og aftur og aftur – hef öngva trú á öðru. Það er nú ekki hægt að segja að maður sé 100% sáttur við öll lögin sem komust áfram í gær en mikið er ég samt ánægð að óperugellan kæmist áfram, hún var náttúrulega bara flott.
Og í aðra sálma, tók þessa fínu könnun á http://xhvad.bifrost.is./ og samkvæmt henni er ég samfylkingar/íslandshreyfingar manneskja. Ok, ég prófaði líka að setja inn svörin þannig að þau væru akkúrat á móti því sem ég aðhylltist og þá var framsóknarmanneskjan sterkust í mér en á hæla þeirra komu svo sjallarnir. Já – nokkuð góð könnun, veit reyndar ekki hversu marktæk hún er en hvet samt alla til að prófa, bara upp á grínið.
SJÚKDÓMSgreiningu takk!
maí 2, 2007
Mér líður svo undarlega og skil ekki hvað er að mér. Ég hef það á tilfinningunni að ég sé 5 ára og á leið í Legoland. Mér líður eins og nigótínfíkli sem fær sér smók eftir viku pásu. Mér líður eins og það sé eitthvað dásamlegt að fara að gerast. Hvað gæti verið að mér? Reyndar veit ég það alveg…
ÉG ER AÐ FARA AÐ VEIÐA
Júhú, þetta er held ég bara það allra skemmtilegasta sem ég geri í heiminum (eins og sonur minn mundi segja). Tilhlökkunin er að fara með mig en svo skánar þetta ekkert þegar ég er komin á staðinn, þá er ég líkt og andsetin, gleymi stund og stað, gleymi að ég eigi fjölskyldu sem bíður eftir mér, gleymi að það sé eitthvað annað til en áin og ég – púfff djúpt maður!
Svo er bara að vona að maður veiði eitthvað, einu sinni tókst mér að veiða vettlinginn minn og einu sinni veiddi ég hátískusólgleraugu (með einu gleri). Garg, hvað ég hlakka til!!