SJÚKDÓMSgreiningu takk!

maí 2, 2007

Mér líður svo undarlega og skil ekki hvað er að mér. Ég hef það á tilfinningunni að ég sé 5 ára og á leið í Legoland. Mér líður eins og nigótínfíkli sem fær sér smók eftir viku pásu. Mér líður eins og það sé eitthvað dásamlegt að fara að gerast. Hvað gæti verið að mér? Reyndar veit ég það alveg…

ÉG ER AÐ FARA AÐ VEIÐA

Júhú, þetta er held ég bara það allra skemmtilegasta sem ég geri í heiminum (eins og sonur minn mundi segja). Tilhlökkunin er að fara með mig en svo skánar þetta ekkert þegar ég er komin á staðinn, þá er ég líkt og andsetin, gleymi stund og stað, gleymi að ég eigi fjölskyldu sem bíður eftir mér, gleymi að það sé eitthvað annað til en áin og ég – púfff djúpt maður! 

Svo er bara að vona að maður veiði eitthvað, einu sinni tókst mér að veiða vettlinginn minn og einu sinni veiddi ég hátískusólgleraugu (með einu gleri). Garg, hvað ég hlakka til!!

11 svör til “SJÚKDÓMSgreiningu takk!”

  1. Mattý said

    hehe, ég er spennt að heyra hvað þú veiðir núna 🙂

  2. Jónína Ingibjörg said

    Ég get bara varla lýst því hvað ég öfunda þig mikið 😦
    Njóttu þess bara að vera úti í náttúrunni.. .skiptir engu hvað þú veiðir.

  3. í 1. lagi: hehehe, bara frábært að lesa þessa frásögn…

    í 2. lagi: ég hlakka til að heyra aflasöguna 🙂

    í 3.lagi: GÓÐA SKEMMTUN

  4. Gudny said

    humm….. hvar ertu að fara veiða ????

  5. annai said

    ég er sko búin að veiða og veiddi einn risastórann EN þegar hann var kominn upp á bakkann þá gaf sig helvítis andskotans djöfulsins hnúturinn á króknum og með ótrúlegum klækjum tókst stykkinu að fleygja sér aftur út í en núna syndir sá stóri með krók í kjafti um ána ógurlegu – og ég grét. En við hjónin fórum ekki tómhent heim þótt sá sem Tóti veiddi hafi verið talsvert minni og dugar líklega einungis í forrétt. En afli eða enginn afli – þetta var ógeðslega skemmtilegt!

  6. MajBritt said

    ohoo ég náði ekki að segja góða veiði…

  7. Þorbjörg "outsider" said

    Nú komst þú mér á óvart!!!
    Ég er alin upp við veiði, fór hvert sumar út um víðan völl að veiða með pabba, svo við eigum þetta sameiginlegt. Ég veiddi Maríulaxinn minn einmitt rétt hjá dal hinna dauðu, ntt í Laxfossi í Norðurá, rétt 9 ára gömul.
    Hvert ferðu í veiði?
    Góða skemmtun

  8. Ester said

    Sjúkdómsgreining:ég tel að hér sé um alvarlegt veiði“craving“ að ræða. Þú verður að gæta þín á því að veiði í smáum skömmtum getur auðveldlega kallað fram meiri löngun í veiði. Ef þú fellur í þann farveg að vera stöðugt að veiða örvar þú dópamínseytandi taugar í mesólibíska kerfi heilans og þá getur verið erfitt að hverfa aftur frá veiðinni. Ég held að eina leiðin til að lækna þetta sé að sprauta lyfi sem verkar á hamlandi „Gamma-amynobutic sýru viðtaka“ í ventral tegmental svæðið eða í framennisberki heilans og koma þannig í veg fyrir að litlar veiðiferðir valdi varanlegu falli og löngun í enn fleiri veiðiferðir.

  9. annai said

    Takk Ester mín, þetta kemur til með að bjarga öllu.
    Þorbjörg outsider, ég svaraði þér á póstinum.

  10. Arna Aflakló said

    AAAAAAslef slef mig langar að veiða, ég var einmitt að fá veiðivesti í afmælisgjöf svo að við gætum verið alveg eins!!!!!!!! næst þegar að við komumst á veiðar. annars er ég líka að hugsa um að fá me´r byssuleifi líka til að verða alvöru Gyða Sól

  11. annai said

    þú hefur ekki rétt á því að öfundast, ekki eftir laxinn sem þú veiddir síðasta sumar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: