Colgate-hvítt er inn / Eitur-rautt er út

maí 11, 2007

Já, ekki komumst við upp úr drullupollinum þetta árið en við reynum aftur og aftur og aftur – hef öngva trú á öðru. Það er nú ekki hægt að segja að maður sé 100% sáttur við öll lögin sem komust áfram í gær en mikið er ég samt ánægð að óperugellan kæmist áfram, hún var náttúrulega bara flott.

Og í aðra sálma, tók þessa fínu könnun á http://xhvad.bifrost.is./ og samkvæmt henni er ég samfylkingar/íslandshreyfingar manneskja. Ok, ég prófaði líka að setja inn svörin þannig að þau væru akkúrat á móti því sem ég aðhylltist og þá var framsóknarmanneskjan sterkust í mér en á hæla þeirra komu svo sjallarnir. Já – nokkuð góð könnun, veit reyndar ekki hversu marktæk hún er en hvet samt alla til að prófa, bara upp á grínið.

4 svör til “Colgate-hvítt er inn / Eitur-rautt er út”

  1. Jónína Ingibjörg said

    Er búin að prófa og niðurstaðan kom ekki á óvart. Annars á hún ekki að koma á óvart ef maður veit af hverju maður styður þennan flokkinn eða hinn.

  2. annai said

    nákvæmlega, en reyndar er það svo með mig að ég veit nákvæmlega af hverju ég styð ekki ákveðna flokka, ekki öfugt. En svona útilokunaraðferð hlýtur að vera jafn góð og hin aðferðin, ekki satt?

  3. Jónína Ingibjörg said

    Jájá mikil ósköp 🙂

  4. MajBritt said

    já sveimér þá ef að e´g nota ekki útilokunaraðferðina líka!! Koma reyndar bara 2 flokkar til greina hjá mér og ég vona að þeir verði saman í ríkisstjórn 🙂 maður má láta sig dreyma ekki satt!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: