Mússí mússí
júní 11, 2007
jamm og jæja – það er lítið að gerast í sveitinni. Ég er flutt úr dal hinna dauðu, fattaði náttúrulega ekki að ég gæti ekki bloggað um hvern einasta kassa þar sem ég var búin að pakka niður tölvunni – döööö! En þetta tókst með frábærlega æðisgengnum aðstoðarmönnum. Ég fékk strax að reyna á þetta nýja hlutskipti mitt í lífinu, þ.e. að vera húsmóðir í sveit, þegar mútter skyldi mig eina eftir hérna en auk þess að vera með Hermann og hinn væntanlega lögbundna skylduerfingja voru í minni umsjón
2 börn,
3 hundar,
7 heimalningar,
4 óbornar skjátur,
2 gróðurhús,
þúsundir plantna og
1 óhreint eldhús.
Þessu þurfti ég öllu að halda á lífi (fyrir utan eldhúsinu – þar átti að drepa allt sem var á lífi) á meðan móðir mín spókar sig í Skotlandi ásamt Kvennakórnum Norðurljós. Nú mamma kemur á morgun og enn sem komið er eru afföllin ekkert ógurleg, einn dauður heimalningur og fremur laskað bak – og geri aðrir betur.
Ég býð með óþreyju eftir heimkomu móður minnar því með henni kemur þessi líka forláta myndavél sem ég var að festa kaup á – þar sem mín gaf upp öndina. Þessi nýja heitir Canon Ixus eitthvað og er víst svaka flott og hipp og kúl – sem er líka eins gott því ég geri ráð fyrir því að flytja á mölin bráðlega og þá má maður víst ekki vera púkó (verð að skilja Crocs eftir í sveitinni, já og flest öll fötin mín). En aftur að myndavélinni, er ekki alveg nógu sátt við það hvernig Orðapressan birtir myndirnar mínar, eru einhverjar myndasíður sem þið mælið með – svona svo ég geti farið að sína ykkur myndir af íverustað hins væntanlega lögbundna skylduerfingja og svona??
Nóg af munnræpu í bili, eða svona næstum því, talandi um ræpu þá er ég einstaklega viðkvæm fyrir væmni þessa dagana þannig að engar væmnar athugasemdir TAKK.
Túdúlú…
ps. er að fara í tvöfallt þrítugsafmæli bráðlega og þemað: Leiðarljós HVAÐ ANNAÐ!!!