Mússí mússí
júní 11, 2007
jamm og jæja – það er lítið að gerast í sveitinni. Ég er flutt úr dal hinna dauðu, fattaði náttúrulega ekki að ég gæti ekki bloggað um hvern einasta kassa þar sem ég var búin að pakka niður tölvunni – döööö! En þetta tókst með frábærlega æðisgengnum aðstoðarmönnum. Ég fékk strax að reyna á þetta nýja hlutskipti mitt í lífinu, þ.e. að vera húsmóðir í sveit, þegar mútter skyldi mig eina eftir hérna en auk þess að vera með Hermann og hinn væntanlega lögbundna skylduerfingja voru í minni umsjón
2 börn,
3 hundar,
7 heimalningar,
4 óbornar skjátur,
2 gróðurhús,
þúsundir plantna og
1 óhreint eldhús.
Þessu þurfti ég öllu að halda á lífi (fyrir utan eldhúsinu – þar átti að drepa allt sem var á lífi) á meðan móðir mín spókar sig í Skotlandi ásamt Kvennakórnum Norðurljós. Nú mamma kemur á morgun og enn sem komið er eru afföllin ekkert ógurleg, einn dauður heimalningur og fremur laskað bak – og geri aðrir betur.
Ég býð með óþreyju eftir heimkomu móður minnar því með henni kemur þessi líka forláta myndavél sem ég var að festa kaup á – þar sem mín gaf upp öndina. Þessi nýja heitir Canon Ixus eitthvað og er víst svaka flott og hipp og kúl – sem er líka eins gott því ég geri ráð fyrir því að flytja á mölin bráðlega og þá má maður víst ekki vera púkó (verð að skilja Crocs eftir í sveitinni, já og flest öll fötin mín). En aftur að myndavélinni, er ekki alveg nógu sátt við það hvernig Orðapressan birtir myndirnar mínar, eru einhverjar myndasíður sem þið mælið með – svona svo ég geti farið að sína ykkur myndir af íverustað hins væntanlega lögbundna skylduerfingja og svona??
Nóg af munnræpu í bili, eða svona næstum því, talandi um ræpu þá er ég einstaklega viðkvæm fyrir væmni þessa dagana þannig að engar væmnar athugasemdir TAKK.
Túdúlú…
ps. er að fara í tvöfallt þrítugsafmæli bráðlega og þemað: Leiðarljós HVAÐ ANNAÐ!!!
jó jó. Ætla að kíkja á ykkur í fyrra fallinu, verð komin á fimmtudaginn. Er svo mikið að hugsa um hallærisfílingin í guiding light að ég snýst í hringi.. þú þyrftir kannski að lána mér föt 😉 múhahahahaha
þetta var alls ekki væmin athugasemd, meira svona særandi og móðgandi 🙂 ví ses
Anna!
Ég get þetta ekki!
Þetta var vel gert hjá þér Brynja, ég fann ekki fyrir neinni ógleðistilfinningu þegar ég las athugasemdina þína, sárnaði bara og móðgaðist (sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg ung kona þú ert!). Varðandi fötin þá er ég sjálf í hálfgerðum vandræðum, er þó búin að finna smellueyrnalokka hjá mútter en það er spurning hvort crocsararnir séu nógu guiding light??
Jónína: ég veit, þú getur ekki gert óvæmnar athugasemdir – þér er fyrirgefið!
heheheh.. tær snilld! Mér finnst náttúrulega myndasíðan hjá 123.is best en nota hana ekki næstum nógu mikið enda þarf ég ekki sýna neinar myndir af væntanlegum lögbundnum skylduerfingja 😉 hehe… Njóttu þín í sveitinni og að mamma sé komin heim!
Haltu áfram að vera svona dugleg að blogga … og hvenær er stefnan tekin á mölina ??
góða skemmtun í guiding light afmælinu – efast ekki um en að þú verðir flottust á svæðinu – muna bara að blása toppinn upp og til hliðar 😉
Anna mín, þú lítur ótrúlega vel út af hálfþrítugri konu að vera, og ég öfunda þig mikið að vera fara í þrítugsafmæli en ekki tug meir eins og ég. Mér finnst þú yndisleg og sæt og vildi næstum því vera þú, nema bara ekki akkúrat þessa dagana….
Hæ krús.
Var einmitt að kaupa canon ixus og hún er bara mjög hipp og kúl. Ég bý þó ekki á mölinni, en verð samt að passa mig að vera ekki púkó, þú skilur.
Miss jú út í geim og til baka.
Hlakka til að sjá þig í sumar
-B
Ég er aldrei væmin !!! Kannski þess vegna sem mér dettur ekkert í huga að kommenta á þetta hjá þér…
En ég nota kannski tækifærði og auglýsi nýtt blogg hjá mér, þú varst örugglega lögnu hætt að kíkja … ég „lofa“ að þetta gerist ekki aftur
er leiðarljós ennþá í sjónvarpinu? eða misstir þú bara allt contról á börnunum, hundunum og heimalingunum ??
Keyrði fram hjá Ósi í gær og sá bumbulínu á hlaðinu….. eða ekki.
Var að koma úr Dýrafirðinum sem var fallegri en orð fá lýst. Þú varst heppin að ég var ekki ein því þá hefði ég snýkt kaffi….
Anna mín þú verður líka að hætta að horfa á Leiðarljós áður en þú flytur í bæinn, þú hlýtur bara að sjá að það er alls ekki töff þáttur.
Annars þá sendi ég þér af öllu afli með hugarorkunni 1000 sæta, bleika, mjúka kossa, fallega bangsa og blöðrur, og yndislega tilfinningu í fæturna – SVO ÞÚ HÆTTIR AÐ GANGA Í CROCKS!
jiii mér tókst að vera væmin, sem ég ætlaði alls ekki að vera. Ég myndi aldrei gera eitthvað sem þú biður mig um að gera ekki því ég elska þig svo mikið.
ég gjörsamlega trúi því varla enn að þú hafir keyrt framhjá án þess að stoppa jónína ingibjörg, skammastu þín!
rauðka, varðandi leiðarljós þá er það nokkuð ljóst að ég verð að hætta að horfa á það þegar á flyt í menninguna (ég geri bara eins og þú og horfi í laumi) og ég veit hvað þú átt erfitt með að vera ekki væmin (eins og þú sannaðir hér) og því er þér fyrirgefið!
það er ekkert hægt að kommenta án þess að vera aðeins útsígútsísan…. ég er búin að vera margar vikur að bara reyna láta mér detta til hugar eitt aumt komment! skútsíbútsíbú… annars sá ég ace ventura um daginn… hann tekur ansi gott svona ósibó ósibúbú… ég geri það næst fyrir þig þegar við hittumst.
kv. sveitatúttan með hjarta úr stáli
Æ greyið mitt geturðu ekki bloggað smá? Samt ekki um mig sko!