Gamla konan

júlí 25, 2007

Hún er

kona

móðir

ákveðin (einum of finnst sumum)

gullfalleg

gleymin (sérstaklega á afmælisdaga vinkvenna sinna)

skynsöm

laglaus

magadansmeistari

yfirkunta

yndisleg

rauðhærð

nikótínfíkill

frekja (nógu frek til að rífast við mig um staðfesturétt alla vega)

besta vinkona sem hugsast getur

hún er:

RAUÐKA

OG HÚN ER ÞRÍTUG Í DAG

hrafnhildur2.jpg

Elsku Hrafnhildur, til lukku með daginn, þú manst bara að þó líði ár, og ellin komi með sín gráu hár þá er það allt í lagi. Hlakka til að koma í heimsókn til að lita á þér hárið í framtíðinni – sendi þér bleika crocks í pósti, vonandi verður þú hrifin af þeim!

Ábending

júlí 24, 2007

Kíkið á þetta, ég yrði ekki hissa ef umræddur húsvörður flytti burt af svæðinu mjög bráðlega vegna of mikillar eftirspurnar eftir þjónustu hans, þ.e.a.s. þar sem þetta er nú orðið opinbert 😉

já, það er svo brjálað að gera í hinu daglega lífi að þetta blogg fær öngva athygli. Ég er komin á Bifröst og byrjuð á sumarönninni, svo erum við hjónin í fasteignakaupa-hugleiðingum og það verður að viðurkennast að námið fellur ögn í skuggann af mögulegu framtíðarheimili. Hinn væntanlegi skyldubundni lögerfingi (VSL) dafnar vel og er að reyna sitt besta til að dvalarstaður hennar (ég) komi nú til með að verða fyrir eins miklum skakkaföllum og mögulegt er, athuga hvort hún nái t.d. ekki að slíta vömbina að utan og vinni þannig bróður sinn í þeirri keppninni – síðan er VSL mjög umhugað um að prófa að láta 28 ára gamla konuna pissa í buxurnar, ekki við mikinn fögnuð þar á bæ – líkt og skiljanlegt er… Þannig að, ég held að þetta verði lifandi eftirmynd mín; algjört kvikindi!