„og hvað á barnið að heita?“

ágúst 12, 2007

Komið hafa fram nokkrar tillögur um nafn á VSL sem ég ætla að deila með ykkur hér:

Nr. 1 Jóhanna Þorvaldsdóttir (alnafna ömmu sinnar)

Nr. 2 Jónína Ingibjörg Þorvaldsdóttir (óþarfi að útskýra)

Nr. 3 Ástríður Theresa Þorvaldsdóttir (ef hún fæðist þann 27. ágúst og yrði hún þá skýrð eftir Ástráði og hans evil twin móður Theresu sem eru sem sagt fædd þennan dag)

Nr. 4 Ásgerður Ædol Þorvaldsdóttir (ef hún fæðist í Ásgarði 1 en Ædol nafnið er stolið frá einhverri ammerískri sem skýrði barnið sitt Idol því hún fékk hríðir í áheyrnaprófi í þeim merka þætti og mér þótti það svo flott og viðeigandi)

Og hvernig lýst ykkur svo á, eruð þið kannski með betri tillögu?? Mikið vildi ég að ég hefði verið uppi fyrir nokkrum öldum, þá hefði verið svo einfalt að ákveða nafn á börnin sín, ef nafnsins var ekki vitjað í draumi þá var það bara skýrt Jón eða Guðrún. Nei nei, nú er ekki einu sinni lengur inn að skýra barnið eftir ömmum þess eða öfum (sorrý Hemmi) (sem strokar út Jóhönnunafnið) heldur verður maður að vera alveg sérstaklega frumlegur og hipp og kúl (sem strokar út hin nöfnin, að Ædol undanteknu). Ég verð að finna eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem minnir mig á þessa dásamlegu að verða 9 mánuði lífs míns sem farið hafa í að hýsa VSL. Það er bara eitt sem kemur upp í hugann og já, það eitt er þess vert að nefna í höfuðið á: Crocksararnir mínir!

Crocksína Ædol Þorvaldsdóttir, geri aðrir betur!!!

 

21 svör til “„og hvað á barnið að heita?“”

  1. Sóley said

    Hvað finnst þér um Jónína Cloe (Kló) Þorvaldsdóttir Borgfjörð???

  2. Gudny said

    Þið þurfið nú alveg að fara hugsa ykkar gang þarna í Ásgarðinum. Vitið þið ekki að börnum er strítt fyrir að heita bjánalegum nöfnum ???

    Hvað varð um þessi venjulegu nöfn eins og; Sigríður, Guðrún, Laufey, Borgný, Kolbrún, Bylgja, Jóna, Elín, Þorgerður, Berglind, GUÐNÝ, Sólrún o.fl.

    Mér er svosem nett sama hvað stúlkna mun koma til að heita en fortheluvofgod…..EKKI skýra hana einhverju „tísku“ nafni…. eins og Ugla Mist eða Úlla Álfheiður eða Mandarína Skandarína…..

  3. Það vottast hér með að ég hef lesið og skilið þessa færslu.

  4. annai said

    Borgfjörð, oj nei en Mandarína Skandarína kemur sterkt inn

  5. Ása said

    Legg höfuðið hér með í bleyti – en hef heyrt að Áslaug Björk þyki afar fagur nafn og fari UNGUM STÚLKUM afskaplega vel…
    Annars er veðmál á mínu heimili um þetta, en það fer ekki á alheimsvefinn ;o)

  6. annai said

    hehe, þú ert sem sagt að segja að nafnið hæfi þér ekki lengur eða??

  7. MajBritt said

    Í stíl við Harriet Potter umræðu feminista pælið þá í Ástráður og Ástríður… einhver karlremba á ferðinni þar???

  8. Kollý said

    Sláðu margar flugur í einu höggi og skýrðu Hráskolmar (hrafnhildur, ása, margrét, Kolbrún) frumlegt og nýstárlegt !

  9. Ása said

    Algjörlega rangt Anna Guðmunda!
    Nafnið hæfir, eins og ég sagði UNGUM STÚLKUM (á öllum aldri)…

  10. brynja said

    Mundu bara að hugsa um frama stúlkunnar og vittu til…. ég efa að Ylfa Mist verði forsætisráðherra…. miklu frekar Þórunn Kristbjörg Þorvaldsdóttir og enginn getur gert grín að skammstöfun hennar í ræðustól – ÞKÞ – annars ef þú vilt að hún verði fegust fljóða þá er náttúrulega einna hentugast að velja alþjóðlegt nafn svo hún geti keppt í Miss World skammarlaust og þá hentar mjög vel Helena og nota Ósland til þess að stúlkan skiljist því fáir Spánverjar skilja Þorvaldsdóttir… – Það er vandlifað, vandlifað.

  11. annai said

    ráður – ríður, já sé karl R embuna í þessu. Hráskolmar kemur alveg til greina, set það í pottinn en ég er hrædd um að Þórunn sé alveg út af borðinu.

  12. svo er alltaf spurning um að bíða og athuga hvort prinsessa „segi“ þér nafn sitt 😉 nú eða bara gera eins og Smári og Linda.. þau ætla að skíra barnið sitt Smáralind… 😉 thihi

    Stúlkan skal heita Þóranna Þorvaldsdóttir eða Annvaldur Þorvaldsdóttir eða Anna Þóra Þorvaldsdóttir eða eða eða… 😉

  13. Mattý said

    Þið eruð nú bara í ruglinu. Auðvitað á VSL að heita Matthildur, fallegasta nafn í heimi :-)Hæfir hvort sem er fyrirsætum eða forsætisráðherra og það er mjög auðvelt að færa það yfir á ensku.
    Engin spurning, Matthildur skal það vera.

  14. annai said

    og svo er líka svo fallegt lagið um hana valsandi matthildu, já kemur til greina…

  15. Ester said

    hmmm …á ég að móðgast yfir þessum nafnaathugasemdum …eigandi hina 11 ára gömlu Ynju Mist! Reyndar var hvorugt nafnið algengt þegar ég nefndi hana fyrir áratug síðan …þannig að ég hlýt bara að vera svona trend-setter 😉
    Ég reyndar held ekki að hún eigi eftir að verða forsætisráðherra (enda eru þeir upp til hópa grútleiðinlegir), en hún á pottþétt eftir að verða einn af frægustu listamönnum Íslands 😉
    Ynja Mist, Óðinn og Urður …næsta barn hjá mér verður að hafa stutt nafn sem byrjar á sérhljóða …Una, Úlfur eða Orri næst …hehe 🙂

  16. annai said

    hehe, þú veist ekki hversu oft ég hef hugsað til þín í gegnum þessa umræðu en það er nú ekki líkt þér að móðgast þannig að þú sleppir því nú vonandi 😉 En hvað segirðu, næsta barn já, er það í bígerð? og varðandi stutt nafn sem byrjar á sérhljóða: Anna!

  17. Ester said

    já, og svei mér þá ef Anna er ekki bara nokkuð frumlegt nafn nú til dags 😀
    …og þú þekkir mig rétt, manneskja sem aldrei getur verið í fýlu lengur en 5 mínútur! Enda held ég að tískan fylgi mér en ekki ég henni …hehe 😀

  18. brynja said

    úbúbúbúbúbúbbsí.. stundum á maður kannski bara að þegja 😉

    er annars að reyna að koma mér inní Guiding, svo ég falli inn í hópinn í vetur.. við erum að leita að Buzz og einhver var ástfangin af honum á meðan hún var gift einhverjum manni með skegg sem er ekki sáttur við þá staðreynd…

  19. annai said

    akkúrat, það er allt á suðupunkti í guiding núna – konan heitir Reva (þessi sem þú varst í afmælinu hjá Hafrúnu) og karlinn með skeggið er Josh. Leiðarljóslexía dagsins komin 😉

  20. nanna said

    hmm… er ég eina sem veit ekki hvað vsl þýðir?

  21. annai said

    vsl er sem sagt væntanlegur skyldubundinn lögerfingi eða það sem sumir kalla bumbubúa, en það þótti mér of væmið sko…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: