Hvað er að í heiminum í dag?

ágúst 16, 2007

Núna erum við ML-ingar í kúrsi sem heitir samningaréttur 2 eða hagnýtur samningaréttur. Ég get ekki sagt að ég sé að læra neitt nýtt þannig séð þar sem ég er nú þegar búin með samningarétt 1, kröfurétt 1 og 2, international commercial law og samningatækni en þessi kúrs virðist vera svona samblanda af þeim öllum. Allt í læ, ég hlýt nú að vera að læra eitthvað, en mikið er erfitt að fylgjast með þegar manni finnst eins og það sé nú þegar búið að margtyggja þetta ofan í mann.

En svo ég snúi mér nú að aðalefninu en það varðar kennarann í þessum ágæta kúrs. Hann hefur kennt okkur áður, bæði hugverka- og auðkennarétt og samkeppnisrétt. Þá var karlinn alltaf hress og kátur, hann átti það til dæmis til að stoppa í miðri kraftbendilssýningu og spila fyrir okkur myndbönd með ædolinu sínu honum Vanilla Ice og fleiri góðum gellum og gæjum. Sem sagt bara sáttur við lífið og tilveruna. Núna hins vegar, tæpum tveimur árum síðar, er varla sjón að sjá manninn; Augun, sem eitt sinn tindruðu af hamingju, eru tóm. Brosið, sem eitt sinn náði til eyrnanna nær ekki þangað lengur. Maðurinn, sem eitt sinn mætti bísperrtur og til í allt 10 mínútum fyrr en tíminn átti að byrja, læðist nú hokinn með veggjum og mætir síðastur af öllum. Kennarinn, sem skreytti kraftbendilssýninguna með hljóðdæmum, hefur nú ekki lengur tíma til slíks sökum þess að hann er að skanna inn allt lesefnið, sem þó er aðgengilegt á bókasafninu. Ég segi nú bara eins og einn góður maður sagði, hvað skeðist eiginlega???

22 svör til “Hvað er að í heiminum í dag?”

 1. já, ég á bara ekki til orð.. held að hann hafi eitthvað „skemmst“ eftir að hann hætti að kenna okkur… hlýtur að vera busunum að kenna – þeir sögðu hann kasta pennum í sig (maður barsta trúri því ekki !!!) 😮

 2. Kollý said

  Ég bloggaði í denn um þennan annars ágæta mann, það fór eins og það fór og ég ætla ekkert að tjá mig meir um það! Er bara orðin leið og langar í frí – er einhver með til Hawaii ?

 3. annai said

  Halla, aðgát skal höfð í nærveru sálar, manstu ekki eftir Revenge of the nerds (Ísl. Hefnd BUSANNA) ?

  já kæra Kollý, það er best að þú tjáir þig nú bara sem minnst um sköllótta menn með gleraugu um ókomna tíð! En hvað er þetta með væntanlega staðfestingu, átti ekkert að segja manni frá því?? (ekki það að ég hafi efni á að setja neitt út á það) – og Hawai? ertu ekki nýkomin frá Parí??

 4. það er rétt hjá þér Anna, ég biðst innilegrar afsökunar, elsku Kollý og aðrir busar :);):)

  En hvað er um þessa staðfestingu Kollý, ég veit þú ert að fara í eina núna um helgina … er það hjá Skúla frænda eða ?? Ert þú þá 1. sept ?? …. do tell 😉

 5. Kollý said

  Maður getur alltaf á sig fríum bætt ! Þetta er nú skemmtilegt orðalag – staðfesting – en jú, ég staðfestist víst 1 sept og kemst þá í úrvalsflokk frúa með þér Anna mín.

 6. annai said

  sko mína, fyrirfram til lukku með það, ég skal sjá til þess að úrvalsflokkurinn taki vel á móti þér 🙂 (en hvernig er það, hvað gerði gæfumuninn? er Eyþór kominn með gleraugu og skalla?)

 7. Kollý said

  Eyþór er sætur og segir ekki mikið – þess vegna er svo gott að staðfestast við hann.

  ps: hann er þó farin að nota gleraugu við lestur en það er bara ellimerki.

 8. Hafrún said

  Hvenær er svo von á barninu? verð að fara aðbyrja að prjóna, er það ekki?? kv.HM æðibiti

 9. annai said

  sko, það er von á því 31. ágúst en það er víst komið í skotstöðu þannig að það gæti komið hvenær sem er úr þessu. Þannig að jú, ekki seinna vænna að byrja að prjóna 😉

 10. Hilda said

  Það styttist í þetta 🙂 en er ekki vaninn hjá Prímadonnum að láta bíða aðeins eftir sér… eða hvað?

 11. Jónína Ingibjörg Þorvaldsdóttir
  Forseti Íslands

  Jónína Ingibjörg Þorvaldsdóttir
  Forsætisráðherra

  Jónína Ingibjörg Þorvaldsdóttir
  Umboðsmaður Alþingis

  Jónína Ingibjörg Þorvaldsdóttir
  Umboðsmaður barna

  Jónína Ingibjörg Þorvaldsdóttir
  Stjórnarformaður Íslands

  Jónína Ingibjörg Þorvaldsdóttir
  Besti auðkýfingurinn

  Jónína Ingibjörg Þorvaldsdóttir
  Arftaki móður Teresu

 12. Hilda said

  Hvað með Drífa Þorvaldsdóttir ? Er það ekkert inn í myndinni?

 13. rauðkan said

  Til hamingju með afmælisdrenginn Anna mín, mundu svo að koma dömunni í heiminn á morgun á afmælisdaginn hennar Matthildar og komdu með góð öskur í hríðunum eins og konan sem þú hélst að væri ég í forðum.
  Svo getur þú skírt hana Hrafnhildi og sagt Hrafnhildi sögur þegar hún verður eldri af vitri og góðri (fagri og leggjalangri líka ef þú vilt endilega koma öllu að) konu sem átti stelpu á Hreiðrinu með mömmu fimm árum áður en Hrafnhildur litla fæddist.

 14. annai said

  átti öskurapinn sem sagt líka stelpu, eða var það ekki hún sem var fögur og leggjalöng eða er ég eitthvað að misskilja?

 15. rauðkan said

  Ertu búin að eiga?
  Ertu með verki?
  Nei! hvað ertu bara enn með kúlu?
  jiiiii þú ert að springa?
  Ertu ekki að fara að eiga?
  Er þetta ekkert að fara að koma?
  Ofboðslega ertu eitthvað ólétt!
  Ertu búin að eiga?
  Ertu með verki?
  Nei! hvað ertu bara enn með kúlu?
  jiiiii þú ert að springa?
  Ertu ekki að fara að eiga?
  Er þetta ekkert að fara að koma?
  Ofboðslega ertu eitthvað ólétt!

  Nei…. bara svona ef enginn skyldi hafa spurt þig í dag. Ertu ekki annars bara hress, heldur enn þvagi og saur og þessu helsta svona.

 16. Kollý said

  Hrafnhildur sagði allt sem segja þarf, en maður lifandi verður þetta meðgangan eilífa??
  Bíð óþreyjufull eftir Hráskolmar.

 17. Elsku Anna (Tóti og Hemmi)

  Innilega til hamingju með fallegu prinsessuna ykkar 🙂 flott skvísa – 52 cm og 3600 gr.

  Við hlökkum til að kíkja á ykkur – knús og kveðjur! Halla, Brynjar og Guðrún Elfa

 18. Ása said

  Elsku fjölskylda
  Til hamingju með prinsessuna – hlakka til að sjá litlu frænkuna

  Kossar og knús og stórt faðmlag
  Ása & co

 19. Hafrún said

  Til lukku með prinsessuna 😉 kærar kveðjur frá Hólmavík Hafrún

 20. MajBritt said

  Innilega til hamingju með dótturina og systurina. Hlakka til að sjá myndir. Gott að allt gekk vel. Sjáumst við svo ekki í málflutningnum á morgun bara??? hahaah 🙂

 21. Hrafnhildur said

  Jiiiiii hver er þessi „rauðka“ sem krotaði þessi ósmekklegu ummæli þarna bara svona rétt á meðan þú varst að rembast, hún ætti sko að skammast sín.

  En allavega innilega til hamingju kæra fjölskylda.

  Vil samt svona rétt í lokin minna þig á að heitir bloggaðdáendur þínir eins og ég taka ekki í mál að þú takir brjóstagjöf og e-h svoleiðist fram yfir bloggskrif. Það er líka halló í dag að gefa brjóst skilst mér, reyndar crocks skór líka þannig að það er svo sem ekkert líklegt að þú hættir að gefa brjóst.

 22. Hrafnhildur said

  Þú hlustar greinilega ekkert á mig. Það skil ég ekki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: