kjarnafjölskylda, held það nú!

október 2, 2007

já, þá er hefur VSL glatað V-inu og er nú bara SL (skyldubundinn lögerfingi) og nú telur fjölskyldan fjóra + hund > hin sannkallaða kjarnafjölskylda. Ég er yfirmáta löt að blogga en er þó búin að henda inn einhverjum myndum á barnaland, sjá bloggrolluna neðst á síðunni, og leyniorðið er nafnið á þessu stóra svarta kvikindi sem prýðir síðuhausinn. En barnaland er reyndar búið að vera dulítið erfitt við mig varðandi að hlaða inn myndum EN ÞAÐ ER KOMIÐ Í LAG NÚNA þannig að ég bendi líka á myndasíðuna mína sem er líka í rollunni (sjáum svo til hvort mér tekst að hlaða inn á hana).

Fyrir þá sem ekki vita var SL stúlka. Hún hefur enn ekki hlotið nafn (þrátt fyrir margar og góðar tillögur) og gengur þess vegna undir gælunafninu „lillaputt“ eða bara „litla“. Hún fæddist þann 6. september og er þriggja vikna og fimm daga gömul. Hún er við hestaheilsu (7-9-13) og er algjör draumabarn þegar hún sefur – vakandi er hún hins vegar martröð – nei, það má víst ekki segja svona – hún er algjör englabossi jafnt í svefni sem vöku mússí mússí mússí mússí.

Hemmi stóri bróðir er mjög stoltur og ánægður og hefur bara einu sinni spurt hvort við gætum ekki sett hana í svona barnaumslag og sent hana í pósti til ömmu Hönnu! Annars er það eintóm þolinmæði sem þessi stóri strákur hefur sýnt nýjasta fjölskyldumeðlimnum.

Meira síðar, mjaltavélin kallar.

Ta ta

10 svör til “kjarnafjölskylda, held það nú!”

 1. Frábært hvað allt gengur vel, elsku Anna mín! Prinsessan þín (afsakið!) lilliput er algjört bjútí og ég hlakka mikið til þess að hitta hana – aftur! vonandi fljótlega! Þú verður nú að láta mann vita ef þú ferð eitthvað suður, hvort sem það er í bíl / eða með póst 😉 (og ef Hanna amma er upptekin, er Halla „frænka“ það ekki 😉 thihi) Knús á familien og hafið það sem frábærast!!!

 2. annai said

  haha, gott að vita af Höllu frænku í Kaupavogi – aldrei að vita nema þú fáir hraðsendingu á næstunni 😉

 3. Jónína Ingibjörg said

  Það var mikið að ritvélin komst í gang.
  Annars bið ég bara kærlega að heilsa Hermanni vini mínum og segðu honum að senda bara litlu systur til nöfnu sinnar á Akureyri 🙂
  Annars væri miklu betra ef hann kæmi bara með hana sjálfur…..

 4. annai said

  það er nú gott að vita að lillaputt á svona marga verndarengla ef henni verður hent út af heimilinu (en gildir þetta líka þegar hún verður 15 ára??)

 5. Sonja said

  Hmm ég er bara að sjá það núna að ég er ekkert búin að óska þér til hamingju með SL þó ég sé búin að fylgjast afar vel með og kann orðið færsluna hér fyrir neðan utan að. Má ekki vera smá væminn og senda koss, knús og hamingjuóskir þegar fólk er búið að eignast barn? ef ekki þá tek ég það snarlega til baka

 6. annai said

  jújú, nú er sængurkvennagráturinn ríkjandi og þá er allt væmið leyfilegt 🙂 Takk fyrir mig! (þ.á.m. fyrir sendinguna sem ég fékk um daginn, sú verður gella)

 7. Jónína Ingibjörg said

  Anna!
  Þetta gildir ALLTAF!

 8. Gudny said

  hahahahaha….. „barnaumslag“…. finnst það orð snilld !hum…. ætli það séu til svona „kærastaumslög“, s.s. þegar maður fær nóg af tuðinu í kærastanum sendir maður hann heim til ömmu í þartilgerðu umslagi 😀
  Nei, nei, nóg af djóki.
  Innilega til hamingju Anna, Tóti og Hemmi með lilleput !

 9. annai said

  Takk fyrir það Guðný mín, p.s. ég myndi sækja um einkaleyfi á kærastaumslaginu, þú gætir stórgrætt á því 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: