blóðið og líkamann

október 10, 2007

Á síðasta sunnudag byrjaði sunnudagaskólinn hér á Hólmavík. Eins og guðhræddum foreldrum sæmir ákváðum við Þorvaldur að okkar barn skyldi fara í skólann og var síðar ákveðið að móðirin yrði fylgimey drengsins í ferðum þessum ( sérstaklega í ljósi þess að mikið er um söngva og hinn helmingur foreldrateymisins er vita laglaus). Ég fékk að sjálfsögðu hálfgert nostalgíukast þegar farið var að syngja Djúp & breið, Ó Jesús bróðir besti, Daníel og Rut og svo framvegis, og minntist þess þegar ég mætti prúðbúin í sömu kirkju á sunnudagsmorgnum fyrir „nokkrum“ árum síðan. Þá sungum við að mestu leyti sömu lögin og með sömu hreyfingar og allt það. Núna á sunnudaginn komst ég hins vegar að því að það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, það var nefnilega strákur í sunnudagaskóla með mér sem var kallaður Rikki og að því tilefni sungum við alltaf

Rikki tikki ta,

Rikki tikki ta,

Rikki tikki rikki tikki ta…

og það var einmitt það sem ég syng enn þann dag í dag og á mjög erfitt með að venja mig af…

Spurningin er svo hvaða áhrif vikulegar heimsóknir í sunnudagaskólann hafi á minn unga mann. Alla vega kom hann heim úr leikskólanum í dag og aðspurður um hvað hafi verið í matinn svaraði hann að það hefði verið slátur og hann hefði bæði borðað blóðið og líkamann. Ég geri ráð fyrir að það síðarnefnda sé lifrapylsan en þetta var bara svo kristilegt svar að ég ákvað að vera ekkert að leiðrétta hann…

11 svör til “blóðið og líkamann”

 1. nanna said

  hmm… þetta vekur mig til umhugsunar… er textinn sem sagt ekki rikki tikki ta? Hvernig í ósköpunum er hann þá?
  Og ég sem hef byggt alla mína trúarlegu tilveru á því sem ég lærði í sunnudagaskólanum og svo er það að bregðast manni!!

 2. annai said

  hehe, nei það stendur í nýju bókinni hans Hemma að textinn sé Tikki tikki ta (vona að þú hafir ekki notað þér þessa þekkingu við kennsluna)

 3. hehe…. bara snilld! Spurning hvort drengurinn sé væntanlegur guðfræðingur 😉 thihi

  Vona annars að allt sé gott að frétta 🙂 – hvernig er annars lífið á Hólmavík? Hvernig hefur SL það? Hvenær á að skíra? hehe.. fullt af spurningum 😉 bkv. H

 4. Gudny said

  ummm…… mig er farið að langa í blóð og líkama….. heilagt slátur 😉

 5. annai said

  allt gott að frétta, lífið á Hólmavíkinni er rólegt, SL dafnar vel, ekki búið að ákveða dagsetningu fyrir skírn en búið að ákveða nafnið (nanana búbú enginn fær að vita)…

 6. Ása said

  Hahahahahahaha – góður! Lenti í svipuðu um daginn þegar við fórum í altarisgöngu með verðandi fermingardreng og bróðir hans. Sá litli horfði undrunaraugum á prestinn þegar hún sagði líkami krists og blóð… sagði svo þegar við vorum á leið heim líkami krists og blóð hvað – hún gaf mér papprír og djús!

 7. annai said

  hehe, góður – það mætti ætla að þeir væru eitthvað skyldir… p.s. búin að setja inn nýjar myndir hjá lilluputt og hjá Hemma.

 8. Æðislegar myndir af flottustu systkinunum 🙂 Líst vel á að þið séuð búin að ákveða nafnið – það þýðir að þið getið farið að drífa í skríninni 😉 … alla vega láta ekki líða svo langt að lilliputt eða SL fest við 😉 hehe
  Hvenær á annars að kíkja með skvísuna í bæjarferð (svona nr. 2) 😉
  bkv. að sunna

 9. Jónína Ingibjörg said

  Kvitteríkvitt.
  Bestu kveðjur til ykkar allra

 10. Kollý said

  Veit ekki alveg hvað ég á að segja um þetta blóð og líkami krists…kannski minnist hann á Guð næst þegar hann borðar grjónagraut – allt hvítt og fínt.
  Má til með að minna þig á annað lag úr sunnudagaskólanum, misskemmtilegt.
  B I B L Í A er bókin…

 11. Mattý said

  hehehe, Hemmi er greinilega jafn mikill snillingur og mamman 😉 blóð og líkami, bara fyndið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: