óvæntur endir, eða hvað?
október 24, 2007
ég er voðalega á móti því þegar einhverjum dettur í hug að kjafta frá söguþræðinum í bókum, myndum eða þáttum, sérstaklega þegar litlar líkur eru á því að nokkur annar sé búinn að sjá viðkomandi bók, mynd eða þátt. Þetta gerðist t.d. í sumar með Harry Potter, einhver snillingur á Fréttablaðinu skrifaði grein um nýju bókina og sagði um leið frá einhverju svakalegu plotti. Næsta dag skrifaði brjálaður Harry Potter aðdáandi í Fréttablaðið og gersamlega missti sig yfir þessum skrifum snillingsins daginn áður. Það tókst þó ekki betur til en svo að þeir sem misstu af plottinu daginn áður gátu lesið um það hjá þessum sem endurtók það sem snillingurinn hafði skrifað, hversu kaldhæðnislegt er það??
Jæja, ástæðan fyrir því að ég er að bulla um þetta er frétt á mbl.is um Ísland í Greys Anatomy. Linkur á fréttina er hér fyrir neðan en NOTA BENE ef þú vilt ekki vita hvernig þessi umræddi þáttur í Greys Anatomy endaði slepptu því þá að lesa seinni hluta fréttarinnar… hér er fréttin
og að lokum þá mæli ég með því að allir þeir sem ekki hafa lesið Bettý eftir Arnald Indriða geri það sem fyrst svo einhver fæðingarhálfviti á Fréttablaðinu eða mbl.is skrifi ekki bókagagnrýni um hana og upplýsi þar með um svakalegasta plott í íslenskum bókmenntum fyrr og síðar!
Það á náttúrulega að banna svona fréttaflutning!
Ég er fegin að hafa bara rúv þar sem ég get sökkt mér ofan í breska sakamálaþætti sem þessi krúttkynslóð hefur engan áhuga á og er þar af leiðandi ekki að skrifa um!
Ég geri líka ráð fyrir að fréttamaðurinn hafi horft á þáttinn af ólögmætu niðurhali enda er ekki byrjað að sýna þá hér á landi.
nákvæmlega Mattý, spurning samt hvað leiðbeinandinn þinn myndi segja um þetta – samkvæmt honum er niðurhalið ekki ólögmætt, bara dreifingin…
jónína, viltu vera svo væn og segja mér hver þessi krúttkynslóð er?
Anna mín. Það er kynslóðin sem ég tók þátt í að skapa…. merkilegt nokk!
Mér finnst nú þessi frétt svosem ekkert segja um þáttinn sjálfan. Það verður allt í lagi að horfa á þetta þó maður viti niðurstöðu úr einu klúðrinu, það verða ábyggilega einhver önnur kúður í þessum þætti. Hins vega er ég sammála um Bettý, ég er stöðugt að ráðleggja fólki að lesa þá bók, og vona að engin reyni að lesa krítikk um hana áður en hann les bókina.
ja, maður veit í raun ekki hvort fréttin segi eitthvað um þáttinn fyrr en maður sér hann EN hvernig er með þig, á ég von á þér í heimsókn þann 31. til að horfa á Greys?
Má ég koma! ha! má ég koma! GERÐU ÞAÐ LEYFÐU MÉR AÐ KOMA LÍKA! 😦
auðvitað jónína mín, þú ert ávallt velkomin hingað í digital gæðin