Mig (1. Ég) hlakkar so (2. svo) til jólana (3. jólanna)…

nóvember 17, 2007

mér (4. mig) langar í nýjann  (5. nýjan) býl (6. bíl) í jólagjöf. Nýji (7. Nýi) býllinn (8. bíllinn) á að vera með 2000 lítera (9. lítra) vél, þetta verður geggt (10. geðveikt) kúl!

… þetta var í tilefni dags íslenskrar tungu sem var reyndar í gær. Smá gáta: ég tel 10 villur (tel ekki með enskuslettuna og fyrirsögnin er með í talningunni), hvað með ykkur?

9 svör til “Mig (1. Ég) hlakkar so (2. svo) til jólana (3. jólanna)…”

 1. Jónína Ingibjörg said

  Ég tel ekki villur. Ég þori ekki að telja villur. Er hrædd um að þú verðir reið ef ég er að telja villur í stað þess að skrifa ritgerð.
  Annars bara saknaðarkveðjur frá Akureyri

 2. Þorbjörg "outsider" said

  Ég fann alltof margar villur, amk 10, ég þorði Jónína mín, enda ekki að skrifa ritgerð.
  Ég er með ykkur báðum í anda og er gríðarlega stolt af ykkur.
  Ein af ástæðum þess að ég valdi MSc í reikningshaldi og endurskoðun er: ENGIN RITGERÐ!!!
  Baráttukveðjur að sunnan (þær berjast á móti norðanáttinni til ykkar)

 3. Fanney said

  Ég fann líka 10 villur samt með enskuslettunni… heyrðu master í skatti… þú ræður hvort þú skilar inn ritgerð…
  Kveðja úr óveðrinu á Akureyri.

 4. Sonja said

  Níu fyrir utan slettuna. Og stelpur þið snýtið þessarri druslans ritgerð úr erminni hef fulla trú á ykkur. En hins vegar ef engin skil þýða að þið flytjið aftur á Bifröst – þá skulið þið halda í hestana ykkar. Miklu betra að skrifa á Bifröst.
  p.s. Bara til að útskýra örlítið þá fórum við Ásurnar á kaffihúsið um daginn og endaði með því að við fórum í keppni hver þekkti flesta. Minnir að pjásan hafi rústað þessu með níu manns. En kaffihúsið var troðið.

 5. annai said

  já, vá – kom við á Bibbanum um daginn og hitti engan sem ég þekkti nema KB-Magga og Bókasafns-Andreu enda eru þau fastir punktar í tilverunni á Bifröst. Annars sakna ég lesbássins í augnablikinu, friður og ró friður og ró…

  ps. það voru ábyggilega allt mömmur af leikskólanum, þ.e. þessar níu sem pjásan þekkti

 6. Fanney said

  já talandi um að vera farinn að týnast á Bif, ég var þarna um daginn og ég var svooo glöð þegar ég hitti á röltinu eina mannsekju sem ég svona þekkti til að heilsa allt annað horfði á mig eins og ég væri einhver ókunnugur… en svo leið mér aðeins betur eftir að hafa farið einmitt í kaffi til meðal annars pjásunnar… og þessir föstu punktar anna mín þeir voru í fríi þessa helgi sem ég var þarna því hvorki sá ég Andreu eða Magga 😉

 7. bylgja said

  ég myndi segja að það væru 11 villur

 8. annai said

  dúdda mía, hvar er sú ellefta?

 9. bylgja said

  Þegar ég taldi var ég ekki búin að sjá comment þitt um ensku slettuna. Ég taldi hana með

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: