jólakonfekt og jólakort

desember 21, 2007

sú var tíðin að ég lét eingöngu útvalda konfektmola inn fyrir mínar varir, aðrir voru bara vondir. Nú er það svo að mér finnast allir molar góðir! Er þetta merki um það að ég sé að þroskast? eða er þetta bara eintóm græðgi?
Gleðileg jól allir saman, þetta er jólakortið frá mér í ár en ég lofa að senda ykkur kort á næsta ári, kannski.

Mr. Vain

desember 10, 2007

ég er að skrifa ritgerð

þá finnst mér gott að hlusta á tónlist

þá fer ég á www.radioblogclub.com

þá finn ég oft lög sem ég hef ekki heyrt lengi

eins og Mr. Vain

eins og Beautiful life

eins og Rhythm is a dancer

og þá er ég allt í einu orðin 14 ára á ný

og á leiðinni á opið hús!

baráttukveðjur til ykkar hinna ML-inga sem eruð í sömu stöðu og ég!!!

eitt sígilt að lokum What is love?