Ópavogur

janúar 14, 2008

já, ég bý í fjölbýlishúsi, þ.e. ég bý í sama húsi og fjöldinn allur af fólki, það hefur ýmislegt í för með sér! Þrátt fyrir að heyra nánast aldrei í nokkrum einasta manni í næstu íbúðum þá vill það brenna við að seint á kvöldin, þegar búið er að slökkva á öllum viðtækjum og allir eru komnir í ró, að óhljóðin fara að heyrast. Þá á ég ekki bara við taktföst og hávær högg heldur líka ópin ógurlegu. Við sem hér búum vitum nákvæmlega hvenær Ópína nær tindinum, við höfum hins vegar ekki hugmynd um hvar hún býr – uppi, niðri, hægra megin, vinstra megin??? ég er reyndar ekki viss um að ég myndi þora að kvarta í henni ef ég vissi hver þetta væri enda er ég yfirlýst tepra eins og þið vitið!
🙂 😉 🙂

23 svör to “Ópavogur”

  1. Mattý said

    Til hamingju með íbúðina, gleðileg jól, nýtt ár og allt það 🙂
    Ég mana þig að kvarta í þeim, ég er viss um að hún yrði vandræðalegri en þú 😉

  2. Ása said

    Það er gott að búa í Ópavogi

  3. Kollý said

    Anna skrímer !

  4. annai said

    já, auðvitað er þetta bara bergmál – takk Kollý, og bæ þe vei Þorvaldur Karl biður að heilsa, hann sagði að þú hefðir verið óþekkasta fermingabarn sem hann hafði nokkru sinni kynnst!

  5. hehehe…. tær snilld! ég bý nú í svona litla fjölbýlishús (4býli) í Ópavogi en ekki enn vaknað við Ópínu … vona bara að aðrir í húsinu geti sagt það sama 😉 thihi

  6. Margrét said

    Hva ég hélt að þú værir öllu vön, komandi úr Bjarkarhrauni. Hér á röstinni er maður nú orðin öllu vanur, svo besta ráðið er að kaupa sér tappa, þá meina ég eyrnatappa nú eða bara láta vel í sér heyra og yfirgnæfa alla…..
    P.s til lukku með allt og líka ópin góðu og poj poj á fimmtudag.

  7. Jóhanna said

    Til hamingju með íbúðina, það er nú ekki amalegt að þurfa ekkert að setja neitt á fóninn áður en maður fer að sofa. En gangi þér vel á fimmtudaginn elskan hugsum til þín og sendum þér góða strauma.
    Knús á ykkur.

  8. annai said

    já, maður heyrði nú ýmislegt misjafnt á röstinni og gerði mitt besta til að yfirgnæfa hávaðann, enda fátækur námsmaður sem hafði ekki efni á töppum. En hvað var aftur þetta með sturtuklefann? Var einhver ku… þar á ferð?
    Varðandi fimmtudaginn þá verður nú ekki amalegt að fá nokkra strauma frá Spáni, held það nú!

  9. Gudny said

    Hva ! Þú ættir nú að eiga hægt um vik að senda bara einhvern vel valinn prestinn út af örkinni frá „Biskupsstofu“ til að veita eðlurunum óplegu vel vandað tiltal. p.s. það getur nú varla verið að giftar konur gefi svona óhljóð frá sé eða hvað ???

  10. annai said

    nei, alls ekki enda stunda þær ekki holdleg mök, einungis andleg! En nú er ég hætt í þessari umræði, er orðin ansi hrædd um að ég þurfi að læsa síðunni svo nýir vinnuveitendur mínir komist ekki að því hvers lags dóna þeir voru að ráða…

  11. Fanney said

    úff eymingja þú segi ekki annað en ég myndi bara boða húsfund og ræða þetta, það kemst örugglega fljótlega upp hver þetta er hún verður líklega sú rauðasta í hópnum… spurning um að fara bara fínt í þetta þú hlítur að fá undirtektir hehee..
    En til lukku með allt, síðasta ár var nú viðburðarríkt en þú virðist ætla að toppa það með þessu áfram haldi alla vega.
    Kveðja úr norðri.

  12. Hilda said

    Æ, æ, ekki það skemmtilegasta til að sofna við. Ég er sammála henni Fanney, bara að bera þetta upp á húsfundi og ef þau eru þar þá stoppar þetta örugglega 🙂

  13. Sonja said

    Ansk… ertu að segja mér að það séu til háværari nágrannar en Bjarkarhraunsfólk? Talandi um að drepa vonir og væntingar.

    Ein lausn; þú hengir á allar íbúðir tvö pör af svona leðurhöfuðdóti með bolta sem fer uppí munninn a la Gummi í Byrginu.

  14. Sonja said

    gleymdi að segja breikaleg á morgun, ég notaði aldrei SS trickið þannig að ef þig langar að klára með stæl…

  15. annai said

    hehe, vill nú kannski eiga SS-ið inni í þessari nýju vinnu þegar ég fer að díla við prestana HAHAHA

  16. Sóley said

    Þetta er allt í lagi Anna mín. Er með grunaða mannesku í þessu máli. Ásdís vinkona mín býr nefnilega á hæðinni fyrir neðan þig og hún öskrar svona þegar hún er að tala við mig í símann og það á ekkert skylt við kynlíf get ég sagt þér 🙂

  17. hahaha, gott að búa í Ópavogi 🙂
    Innilega til hamingju með íbúðina og vona að þið hafi það sem allra best þrátt fyrir hana ópínu.
    bestu kveðjur frá NY og Anna mín ég blogga á heidaolafs.bloggar.is 🙂
    knúúúúússsss,
    Hædí

  18. Ester said

    hæ esskan!
    uss uss uss! Miklu betra að búa hérna í gamla Kópavogi þar sem ég bý! Þar passa allir að slökkva ljósin, draga fyrir gluggana og bæla niður öll hljóð 😉
    …hvernig er það! þarf maður ekki að fara að kíkja við í þessi nýju híbýli þín, fyrst við erum nú nánast nágrannar 😀

  19. Halla Björg said

    Blogga … blogga … blogga … blogga … blogga … blogga … blogga … blogga … !

  20. Guðný Ösp said

    Hvað er að frétta af henni Ópínu úr Unaðsvogi ???
    Þú verður nú að fara blogga…. einn tveir Selfoss….

  21. Hæ skvís…
    Nú er engar afsakanir teknar gildar… 20. commentið komið ..og því er eins gott að þú farir að blogga …annars held ég að þú hafir frelast þarna á biskupsstofu 😉 thihi…

    ps. ein leið til að losna við harðsperrur í höndunum er að pikka pikka pikka 😉

  22. Guðný Ösp said

    hehehe…. tuttugu og eitt…. 😉 Halla kann ekki að telja…nananana búbú.

  23. Halla Björg said

    víst kann ég það … það var nr. 20 þegar ég skrifaði …svo bara commentaðir þú á sama tíma (báðar kl. 11.03!!) :þ ÚLLL 😉

Skildu eftir svar við annai Hætta við svar