febrúar 27, 2008

mér hefur verið bloggið mitt afar hugleikið undanfarna daga, þ.e. í hvaða farveg það er og hvert skuli stefna, á ég að hætta með þetta í ljósi yfirgengilegrar leti í skrifunum eða hvað. Niðurstaðan er nú svo sem einföld, mér þykir ágætt að geta hent hérna inn stöku færlsu endrum og eins og ætla því að halda þessu áfram. Hef líka alveg einstaklega gaman af „umræðunum“ sem skapast oft í athugasemdunum. Komst auk þess að því þegar ég rambaði inn á gamla bloggið mitt um daginn hvað það er nú skemmtilegt að lesa þetta svona eftir einhvern tíma (ja – nema svona tilgangslaus bullblogg eins og þetta). Allt í key, bloggið mitt mun hafa eitthvert framhaldslíf, þá er það ákveðið og því best að koma sér að verki.
Nei, ég ætla ekki að blogga um minnismiða gamla góða Villa, mögulegt hrun bankanna, svimandi greiðslubyrði á fasteignaláninu mínu, saltið á bílnum, dapurlegt framlag íslands í júró, algeran raddskort söngdömunnar í jólasveinalaginu hans Barða, örnámskeið í  málsháttum sem margir íslendingar þyrftu að fara á eða neitt slíkt, ó nei. Ég ætla að blogga um blogg og ég ætla að gera það á morgun því ég er orðin gömul og þreytt og þarf að fara í koju
AMEN