febrúar 27, 2008
mér hefur verið bloggið mitt afar hugleikið undanfarna daga, þ.e. í hvaða farveg það er og hvert skuli stefna, á ég að hætta með þetta í ljósi yfirgengilegrar leti í skrifunum eða hvað. Niðurstaðan er nú svo sem einföld, mér þykir ágætt að geta hent hérna inn stöku færlsu endrum og eins og ætla því að halda þessu áfram. Hef líka alveg einstaklega gaman af „umræðunum“ sem skapast oft í athugasemdunum. Komst auk þess að því þegar ég rambaði inn á gamla bloggið mitt um daginn hvað það er nú skemmtilegt að lesa þetta svona eftir einhvern tíma (ja – nema svona tilgangslaus bullblogg eins og þetta). Allt í key, bloggið mitt mun hafa eitthvert framhaldslíf, þá er það ákveðið og því best að koma sér að verki.
Nei, ég ætla ekki að blogga um minnismiða gamla góða Villa, mögulegt hrun bankanna, svimandi greiðslubyrði á fasteignaláninu mínu, saltið á bílnum, dapurlegt framlag íslands í júró, algeran raddskort söngdömunnar í jólasveinalaginu hans Barða, örnámskeið í málsháttum sem margir íslendingar þyrftu að fara á eða neitt slíkt, ó nei. Ég ætla að blogga um blogg og ég ætla að gera það á morgun því ég er orðin gömul og þreytt og þarf að fara í koju
AMEN
…
Já elskan, í guðanna bænum haltu áfram að blogga, þó þú ætlir bara að blogga um blogg. blogg um blogg eru betri en blogg um blah eins og flest blogg eru.
Innilega til hamingju með ammmmmlið elsku dúllan mín, 1000 knús og kossar.
ooooog til hamingju með allt hitt, þú ert snillingur 🙂
vonast svo til að geta heimsótt ykkur stórfjölskylduna í ópavoginn góða í sumar, það bara verður að gerast og hananú….
bíð spennt eftir blogginu …. hvenær sem það verður 😉 …
Þú er eins og afleiðukennarinn, eyðir púðri í það sem þú ætlar ekki að skrifa um. Hann eyddi hálftíma í það að tala um það sem hann ætlaði ekki að kenna okkur gerði það ítarlega.
Ég hef haft mjög gaman af því að lesa bloggið þitt þó ég setji ekki inn athugasemdir, svo ég gleðst yfir því að þú skulir ekki ætla að hætta.
Sjáumst …
Morgundagurinn er kominn og farinn!
Ég tek undir orð Þorbjargar og er himinlifandi að þú skulir ekki hætta. Enda hvers vegna ættirðu að gera það? Það er engin skylda að blogga á hverjum degi eða hætta ella!
Sammála missó-systrum hér að ofan, þetta er ekki spurning um annað hvort eða – heldur bara stundum, sjaldan eða oft – eftir því hvernig liggur á. „Lítið gleður vesælan“ segir einhversstaðar – bloggið þitt verður þá mitt litla – og ég auðvitað hin vesæla – með áherslu á sæla – með bloggið þitt auðvitað 🙂
ég hef ákveðið hinsvegar að gefa allt mitt í bloggið og tjá mig framar öllum, ofar öllu og afhjúpa mig ótrúlega 😉 Eða ekki, uppáhaldsslagorð mitt í þessum efnum er: Keisera sera.
Jæja…………………!!!!???????
Vona að allt sé í góðu gengi hjá þér og þínum!
…. þetta kemur með kalda vatninu….
Jájá…. habblaha
Takk fyrir síðast mín kæra hlakka til næsta hittings væri sko til í hitting einu sinni í viku.
Já og hvað svo ……………………………………………………
Somehow i missed the point. Probably lost in translation 🙂 Anyway … nice blog to visit.
cheers, Newswoman.