september 24, 2008
Mig langar að endurvekja hér gamla færslu af hexiu blogginu mínu og tileinka hana Maj-Brit, Sóleyju og Jónínu sem og öllum hinum sem eru að skrifa ritgerð, en þessi færsla fæddist á meðgöngutíma BS-ritgerðarinnar minnar (ljóðið er enn sem áður jafn stolið af síðu Hemúlsins):
_______________________________________________________
Tileinkað öllum námsmönnum
Sá þetta ljóð á síðunni hjá Stranda-Adda. Þetta er snilld og lýsir afspyrnuvel því ástandi sem flestir 3ja árs nemar á Bifröst eru í akkkkkúrat núna!!! Versta er að ég get ekki gert copy-paste á ritillinn í hexíunetinu mínu þannig að ég þurfti að pikka þetta inn og er birting með fyrirvara um að neðsta línan gæti verið eitthvað vitlaus…
Vorið komið virðist mér,
vetur burtu flúinn.
Hugur minn og heili er
hræðilega lúinn.
Vorið komið virðist mér,
vetur burtu flúinn.
Hugur minn og heili er
hræðilega lúinn.
Námið strangt og stíft í dag
stunda verð ég þreyttur.
Rugla þarf í ritgerðum,
ringlaður og sveittur.
Í þeim má ekki þrugla neitt.
Það er alveg bannað.
Skrifa allt um ekki neitt,
allt er rétt og sannað.
Í geðveiki ég geifla munn
og gúffa í mig bókum.
Blöðin eru býsna þunn
en kápan smakkast bara nokkuð vel…
8fqewfasdfap4wrqpqoeaewfmasfadfkjegðerjgeðrga
höf. Arnar S. Jónsson
Bloggfærslu sendi ég

Skráð af Anna Ingvarsdóttir
ég bara trúi þessu ekki .. ég var búin að gefa upp vonina – en mikið þykir mér nú gott og gaman að þú skulir vera farin að blogga aftur!
Gangi ykkur vel – elskurnar mínar sem eruð að skrifa!
ps. Wall-e er frábær 🙂
„Í geðveiki ég geifla munn og gúffa í mig bókum“ þvílíka snilldin gæti ekki verið meira satt!
og að allt öðru……. var að sjá emailaddressuna þína… mér þykir kirkjan hafa húmor!! 😉 Ég flissaði eins og smástelpa… agi….
þú ert smástelpa! en vinsamlegast ekki vekja of mikla athygli á þessu, ég þurfti að berjast við ljón til að fá að halda þessu en fá ekki fullt nafn með puntkum á milli…….. oj!
Sæl ljónynja. Fyndin færsla, við Ása pjása erum einmitt á Bibbanum að skrifa þessa helgina. Að sjálfsögðu hef ég þó tíma til að renna bloggrúntinn sem ég hef varla farið yfir síðan ég sat síðast við skrif. En góð ábending með Wall-E, ég á eftir að sjá hana. En almáttugur hvað ég mæli ekki með grísunum þremur, ein sú leiðinlegasta mynd sem ég hef séð. Slær einmitt út nefndu myndbandi með Páli Óskari. En ætla far að þykjast gera eitthvað – eins og t.d. klára þessi 5kg af nammi sem ég tók með mér. Ég er svo að safna í umbeðin skrif – fer allt að koma 🙂
það er ótrúlegt hvað ég verð að segja oft en – allt mastersritgerðinni að kenna, maður er orðinn kúkú