Bloggtilraun III

mars 29, 2014

Góðir hálsar. Ég ákveðið að endurvekja bloggið mitt, eða gera a.m.k. heiðarlega tilraun til þess. Ég hef ekki náð mér alveg á strik í status-skrifum á facebook og sé núna þegar ég les yfir gamlar bloggfærslur hvað það er gaman að rifja svona upp, eins og þegar Hermann byrjaði á sundæfingum í fyrsta sinn og þegar hann líkti pabba sínum við Pál Óskar. Öll svona gullkorn týnast einhvern veginn í hítinni á facebook og er það algjör synd. Eins og þið vitið þá er ég lítið fyrir að syndga og mun því hefja bloggskrif að nýju hér með. Það er líka gaman að fylgjast með því í skrifunum hvernig maður þroskast og hættir að taka sjálfan sig jafn hátíðlegan og maður gerði hér áður fyrr.

Aðeins um Hermann. Honum finnst fátt skemmtilegra en að teikna og segist viss um að hann verði teiknimyndasöguframleiðandi þegar fram líða stundir. Hann er m.a. búinn að útbúa framhaldssögu í mörgum litlum heftum sem ber það frumlega heiti „The Hero“ (og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hver efnistökin eru). Þessa mynd hér fyrir neðan dundaði hann sér við að útbúa í Paint á meðan við brunuðum norður um daginn, ég mana ykkur að reyna að leika þetta eftir, ekki get ég það a.m.k. 😉 

Image

Til að springa ekki alveg á limminu ætla ég ekki að hafa þetta fyrsta comeback blogg langt og læt því lokið hér með þessari skemmtilegu mynd af Lukku Láka.

Lifið heil, AGI