Bloggtilraun III

mars 29, 2014

Góðir hálsar. Ég ákveðið að endurvekja bloggið mitt, eða gera a.m.k. heiðarlega tilraun til þess. Ég hef ekki náð mér alveg á strik í status-skrifum á facebook og sé núna þegar ég les yfir gamlar bloggfærslur hvað það er gaman að rifja svona upp, eins og þegar Hermann byrjaði á sundæfingum í fyrsta sinn og þegar hann líkti pabba sínum við Pál Óskar. Öll svona gullkorn týnast einhvern veginn í hítinni á facebook og er það algjör synd. Eins og þið vitið þá er ég lítið fyrir að syndga og mun því hefja bloggskrif að nýju hér með. Það er líka gaman að fylgjast með því í skrifunum hvernig maður þroskast og hættir að taka sjálfan sig jafn hátíðlegan og maður gerði hér áður fyrr.

Aðeins um Hermann. Honum finnst fátt skemmtilegra en að teikna og segist viss um að hann verði teiknimyndasöguframleiðandi þegar fram líða stundir. Hann er m.a. búinn að útbúa framhaldssögu í mörgum litlum heftum sem ber það frumlega heiti „The Hero“ (og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hver efnistökin eru). Þessa mynd hér fyrir neðan dundaði hann sér við að útbúa í Paint á meðan við brunuðum norður um daginn, ég mana ykkur að reyna að leika þetta eftir, ekki get ég það a.m.k. 😉 

Image

Til að springa ekki alveg á limminu ætla ég ekki að hafa þetta fyrsta comeback blogg langt og læt því lokið hér með þessari skemmtilegu mynd af Lukku Láka.

Lifið heil, AGI   

kúkúrú kúkúrú

september 30, 2008

já mín kæra Sonja, þessi guðsvolaða ritgerð veldur ýmsum breytingum í hegðun á meðan skrifum stendur, en ég vil nú persónulega halda því fram að sú breyting gangi að mestu leyti til baka innan fárra mánuða eftir skil, EN gangi ykkur ógeðslega vel að klára!

já, ég er búin að vera testa þetta facebook og hef komist að því sem ég hræddist, þetta er afskaplega mikill tímaþjófur fyrir þá sem eru veiklundaðir eins og ég. Ég hef haft það fyrir reglu að vera ekki að djöflast í þessu í vinnunni því þá myndi ég verða drekin! Ég mæli alveg sérstaklega ekki með þessu fyrir Sonju og Ásu og aðra ritgerðarsmiði því betri flóttaleið frá raunveruleikanum hef ég ekki fundið… Auk þess að vera tímaþjófur og flóttaleið er facebook líka pissukeppni í því hver á flesta Friends. Ég sé að ég mun aldrei komast í hálfkvist á við suma vini mína í Friends fjölda nema ég fari þá leið að biðja alla sem ég þekki, þótt ekki sé nema eitt agnarögn, að vera Friendið mitt – en mér finnst það bara eitthvað svo bjánó – eða hvað finnst þér?

september 24, 2008

Mig langar að endurvekja hér gamla færslu af hexiu blogginu mínu og tileinka hana Maj-Brit, Sóleyju og Jónínu sem og öllum hinum sem eru að skrifa ritgerð, en þessi færsla fæddist á meðgöngutíma BS-ritgerðarinnar minnar (ljóðið er enn sem áður jafn stolið af síðu Hemúlsins):

_______________________________________________________

Tileinkað öllum námsmönnum

Sá þetta ljóð á síðunni hjá Stranda-Adda. Þetta er snilld og lýsir afspyrnuvel því ástandi sem flestir 3ja árs nemar á Bifröst eru í akkkkkúrat núna!!! Versta er að ég get ekki gert copy-paste á ritillinn í hexíunetinu mínu þannig að ég þurfti að pikka þetta inn og er birting með fyrirvara um að neðsta línan gæti verið eitthvað vitlaus…
 
Vorið komið virðist mér,
vetur burtu flúinn.
Hugur minn og heili er
hræðilega lúinn.

Námið strangt og stíft í dag
stunda verð ég þreyttur.
Rugla þarf í ritgerðum,
ringlaður og sveittur.

Í þeim má ekki þrugla neitt.
Það er alveg bannað.
Skrifa allt um ekki neitt,
allt er rétt og sannað.

Í geðveiki ég geifla munn
og gúffa í mig bókum.
Blöðin eru býsna þunn
en kápan smakkast bara nokkuð vel…

8fqewfasdfap4wrqpqoeaewfmasfadfkjegðerjgeðrga

höf. Arnar S. Jónsson

Bloggfærslu sendi ég
Anna Ingvarsdóttir
Skráð af Anna Ingvarsdóttir

WALL-E

september 20, 2008

Við Hemmi skelltum okkur í bíó í dag, fórum að sjá hina Wall-E en litli herramaðurinn á heimilinu hefur vart talað um annað undanfarna daga – sem er kærkomin hvíld frá Köngulóarmanninum – og því ekkert annað að gera en kíla á þetta. Myndin var það góð að ég þurfti að draga Hermann út úr bíósalnum því hann ætlaði að vera áfram og sjá myndina aftur!!! Þessi mynd er góð áminning fyrir okkur mennina bæði hvað varðar umhyggju fyrir umhverfinu sem og því að við megum ekki gleyma að horfa á stóru myndina því ekki er alltaf allt sem sýnist. Ég mæli hiklaust með Wall-e, hvort sem þú ert 5 ára, 25 ára eða 55 ára.

Sonur minn fer alveg á kostum þessa dagana. Hann er nýbyrjaður í 1. bekk í Salaskóla og er  sko heldur betur að fíla það (fyrir utan eilítið tuð þegar hann á að fara sofa og þegar hann á að vakna, gelgjan byrjar snemma!!!). Síðan er hann byrjaður að æfa sund hjá Breiðablik. Hann hefur aldrei lært sund áður fyrir utan það sem pabbi hans hefur verið að kenna honum – en hann er ótrúlega duglegur. Á fyrstu æfingunni þurfti hann að byrja á því að synda fjórar ferðir skriðsund bara með fótum (og kork). Hann lét sig hafa þetta þótt hann hafi stoppað svona 200 sinnum á leiðinni en í hvert skipti sem hann stoppaði leit hann skælbrosandi til pabba síns sem stóð á bakkanum og fylgdist með. Meira að segja í baksundi, sem var fremur kafsund hjá mínum manni, hafði hann fyrir því að hughreysta föður sinn með því að stinga uppréttum þumli upp úr sundlauginni á hálfsmetra fresti – BARA duglegur. Hann veit líka alveg hvernig hann á að fara að því að bræða foreldra sína upp úr skónum. Hann kemur og faðmar mann og kyssir, tilkynnir manni að maður sé nú rosalega fínt klæddur í dag og toppar allt með eldheitum ástarjátningum. Hann skaut þó illilega yfir markið um daginn. Þannig var mál með vexti að Þorvaldur var á leið á fótboltaleik og ákvað nú að vera vel klæddur þar sem kallt væri úti. Þess vegna fór hann í svona göngunærföt, síðar buxur og síðermabol sem er renndur upp í háls. Þegar hann stóð í þessari múnderningu hér á stofugólfinu kemur Hermann askvaðandi og hrópar upp fyrir sgi: „vá, pabbi rosalega ertu flottur –  þú ert alveg eins og Páll Óskar í rauða gallanum!!!“. Þið getið rétt ímyndað ykkur ánægjuna hjá Þorvaldi, sbr. þetta hér

Góðar stundir, AGI

ahhh

september 8, 2008

þetta var gott frí, ekki satt?