Þetta kennir manni
október 20, 2006
fékk fréttir af tölvunni minni í dag, harði diskurinn er ónýtur. Tilraun til gagnabjörgunar kostar 17 þúsundkalla, burt séð frá því hvort þeim takist að bjarga gögnunum eða ekki. Ég varð bara að láta þá reyna, ýmis gögn þarna inni sem ég vil fá aftur, en allra helst myndi ég vilja fá eina eintakið af bs-ritgerðinni minni og öllu þeim skjölum sem henni fylgdu. Ótrúlegt, eins og ég hataði ritgerðina þá vil ég alls ekki missa hana, svona love-hate relationaship.
Núna: læra læra læra læra. Próf í stjórnskipunarrétti og kröfurétti framundan. Ekki alveg besta tímasetningin til að fá námsleiða aldarinnar – maður verður víst bara að bíta í það súra.
Hemmi hefur nýlega uppgötvað teiknihæfleika sína, ætla að leyfa ykkur að njóta þeirra með mér. Hérna er sem sagt mynd af ömmu Drífu, Týru hundi, sjónvarpi (og það eru fréttir í sjónvarpinu), stiganum heima hjá ömmu Drífu, stafirnir A M M A og stafirnir H og Ó – reyndar ekki hlið við hlið, en svona næstum 😉
ótrúlegt með tölvuna… eins gott að hún sé enn í ábyrgð… en djö*** er þessi harðadiska-björgun dýr!!! omg :S…
en skil þig allt of vel með námsleiðann… ekki besti tíminn rétt fyrir 1. prófið á þessari önn en tja, þetta bjargast … hvað þær spyrja um er aftur á móti algjör ráðgáta !?!?
Rosalega er Hemmi orðin duglegur að teikna… greinilega algjör listamaður 🙂 … snilld
ómægod.. ég verð að taka back up!! ég myndi deyja ef að ég missti myndirnar mínar 😦
halló munda mín. Snilldarteikning hjá Hemma, Bið að heilsa liðinu þínu og ps láttu heyra í þér við tækifæri
Uppáhaldsmyndirnar mínar eru einmitt myndir barna á þessu aldursskeiði.
Hann er efnilegur drengurinn.
Þessi mynd er MJÖG góð og skemmtileg!