tölvuOFnotkun

nóvember 16, 2006

Ég varð þess illilega vör áðan að ég hef verið að nota þessa tölvu mína kannski einum of mikið. Hvers vegna, jú það er vegna þess að áðan ætlaði ég að fara að íta á undo takkann á sjálfri mér. Ég er í flíspeysu sem er ekki rennd, og hún er svona svolítið þröng. Jæja, ég stóð inni á baði og dáðist að sjálfri mér í speglinun en verð þess þá vör að það er hvítur saumur framan á hálsmálinu á peysunni. Ha, ég er í peysunni öfugri hugsa ég, fer úr ermunum og sný henni um hálsinn á mér og ef aftur í ermarnar. Þegar ég hef lokið þessu sé ég að ég hafði alls ekki snúið peysunni öfugt. Á þessum tímapunkti hugsaði ég: „já, ég ýti bara á undo“ og ég meinti það svo innilega. Sagan endar alla vega þannig að peysan var þegar öllu var á botninn hvolft ekki öfug heldur úthverf.  

Í dag er dagur íslenskrar tungu, til hamingju með daginn íslenskuunnendur

4 svör til “tölvuOFnotkun”

  1. Davíð said

    Haha slæmt, and it’s coming from me!
    Væri ekki verra að hafa undo takka.
    Tjah og delete takka, svona þegar maður fær bólur…nú eða óþarfa spik.
    Fínt líka ef maður gæti stillt klukkuna eins og í tölvunni, þá hefði ég t.d. getað lært endalaust fyrir prófið sem ég fór í morgun, hefði bara alltaf stillt tímann aftur á bak.
    mmm…svona verður þetta í framtíðinni…;)

  2. hehe, bara þú darling! En já, sammála Davíð – væri asskoti nice að hafa svona takka (tja, já alla bara ;))

    bkv. af röstinni sem er miðja alheimisins þessa daganna 😉 thihi

  3. Mattý said

    Já, ctr+alt+del væri vel við hæfi á stundum … og tala nú ekki um ctr+s 😉 híhíhí

  4. annai said

    já, fullt af sniðugum tökkum á þessum tölvum, fer samt ekki ofan af því að gleymduöllusemþúsástogtrúðuþvísemégseginúna-tækið hjá Men in Black sé miklu sniðugra. Þarf endilega að redda mér einu svoleiðis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: