Don´t think pink ???

febrúar 14, 2007

Lísa Jóns, sérfræðingur í neytendahegðun, ætlar að halda fyrirlestur næstkomandi mánudag á Bifröst um kauphegðun kvenna. Konur taka víst um 80% af þeim ákvörðunum sem varða neyslu heimilanna í vestrænum ríkjum en þar eru hvað atkvæðamestar konur á aldrinum 18-40 ára.  Hún Lísa ætlar að mér skilst að sína fram á að þessi markhópur, þ.e. 18-40 ára konur, séu ekki auðtrúa „bleikur“ kvennahópur. Jæja, ég verð nú að viðurkenna að mér þótti bleikur litur alveg afspyrnu forljótur þangað til ég var svona ca. 18 ára – þar af leiðandi er ég ábyggilega enn og einu sinni þessi undantekning sem sannar regluna eða hvað? alla vega ég og Solla Stirða (sem samkvæmt þessu er skrúfuð (e. screwed)). Eitt sem mér þykir mjög athyglisvert við þetta allt saman er þessi aldursmörk, hvað gerist þegar konur verða fertugar, hætta þær að versla í matinn, kaupa sér snyrtivörur, föt og sa videre?

Ég tók loksins sjúkraprófið í alþjóðlega skattaréttinum í dag, held að það hafi gengið ágætlega, gat alla vega komið að honum Sting og Roxanne Music Inc. og geri aðrir betur (var að hugsa um að smella mér upp á borðið og syngja með minni ægifögru rödd: Rooooooxaaaannnnneeee you dont have to were that dress tonight – en ákvað síðan að sleppa því).

Já, Valentínusardagurinn í dag, konudagur á sunnudag, svo fer afmælið að nálgast – endar með því að Tóti situr grátandi úti í horni með yfirlitið frá bankanum 🙂

Ekki meira í bili, bleikar kveðjur

AGI

12 svör to “Don´t think pink ???”

  1. Mattý said

    Veistu, ég held ég hafi lent í þessu sama með bleika litinn … þegar ég var 17 héldum við vinkona mína saman upp á afmælið okkar og okkur fannst ógeðslega fyndið að hafa bleikt þema. Ári seinna gekk ég í bleiku nánast upp á hvern einasta dag … það hefur minnkað núna en hættir kannski alveg um fertugt. En ég vona að ég hætti ekki öðrum innkaupum þá. Ég er allavega hrædd um að draumur minn um að vera mesta skvísu amman sé þá úti … 😉
    Gott þér gekk vel í prófinu, en ég er viss um að þú hefðir fengið auka stig fyrir að taka lagið, þú hefðir þá a.m.k fengið rokkprik frá mér 😉
    Eigðu góðan valentínusardag og konudag á sunnudaginn. Ég ætla að óska þér til hamingju með afmælið seinna.

  2. Maja pæja said

    Hvað meinar þessi kona??? Dont think pink?!! Ég er bleik í gegn og stolt af því… en nú fer ég að hugsa… hmmmm er hún jónína búin að ná „efri mörkunum“ hvað varðar bleikar hugsanir as in „NEI EKKI BLEIKAN“ á blogginu mínu… hmmm something to think about 😉

  3. annai said

    já, ég er einmitt farin að hallast að því að akkúrat þessi aldurshópur sé bleikari en allt bleikt – en það þýðir hins vegar ekki að við séum auðtrúa!!!

  4. Jónína Ingibjörg said

    Já, ég get staðfest það að konur eldri en 40 ára versla bara alls ekki neitt.
    Hvað varðar bleika litinn (Ojjj) þá hefur hann nú aldrei höfðað til mín. Gerði einu sinni þau mistök að halda að ég gæti gengið í bleiku og keypti mér bleikan krumpugalla sem þá var mikið í tísku. Það er skemmst frá því að segja að ég fór kannski einu sinni í hann… ef svo oft.
    Jú, jú, mér finnst bleikur voða fínn á þeim sem hann fer. En ég neita að ég sé eitthvað minni kona þó ég vilji ekki bleikt!

  5. Hrafnhildur said

    Bleikan krumpugalla segirðu, áttu hann ennþá?

    Ég væri til í að borga þér dágóða upphæð fyrir að mæta í honum á þennan fyrirlestur á mánudagsmorgunn.

  6. annai said

    nei nei jónína mín, þú ert ekkert minni kona, þú ert bara eldri kona!

  7. Neita að tjá mig um bleikt… hefur aldrei farið mér (að mínu eigin áliti) en síðan ég kom hingað á Bifröst .. hefur eitthvað eitthvað fjölgað af bleikum flíkum inn í skáp (vil meina að það hafi stafað af nálægð við Önnu mína…enda hefur ekkert nýtt bleikt bæst við síðan hún flutti í dal hinna „dauðu“) thithi…

    En frábært að heyra að þér gekk vel í prófinu – og ég verð að taka undir með Mattý – þú hefðir fengið stórt rokkprik fyrir að taka lagið 😉
    Vonandi áttir þú yndislegan Valentínusardag í gær (hvað var gert fyrir karlinn?) og enn betri konudag á sunnudaginn 🙂 …. þú færð svo almennilegar kveðjur á afmælisdaginn sjálfan ***

  8. Jónína Ingibjörg said

    Nei Hrafnhildur. Bleiki krumpugallinn er nú eitt af því sem ég hef ekki nennt að flytja með mér milli staða. Ég hefði hins vegar tekið áskoruninni med det samme ef ekki væri fyrir aukakílóin sem ég hef safnað síðan 😦

  9. Sóley said

    Bleikt rúlar! Jónína, gott ef ég átti ekki bleikan krumpugalla sem barn, ja allavega var þetta íþróttagalli. Ættum við að stofna klúbb!

  10. Davíð said

    Merkilegt nokk þá er það undantekningin sem REYNIR á regluna en sannar hana ekki, ef eitthvað er afsannar hún regluna.

    Það að fólk hafi vanist að segja að hún sanni regluna er reyndar svolítið merkilegt en engu að síður algjörlega ekkert vit í því.

    Málshátturinn er víst þýddur úr latínu og svosem mögulegt að hann hafi eitthvað skolast til við það.

  11. annai said

    nú jæja, mér finnst nú samt sem áður lógík í því að segja að undantekningin sanni regluna því eins og allir vita (einkum þeir sem eru að læra lögfræði) þá er ekki til regla án undantekninga – þar af leiðandi finnst mér að undantekning geti í raun sannað TILVIST reglunnar! eða hvað??

  12. Davíð said

    Tja Stærðfræði er æðri Lögfræði í hjá mér allavega og þar geturðu afsannað eitthvað með því að koma með mótsögn 🙂

Skildu eftir svar við Davíð Hætta við svar