Ótrúlegt en satt
mars 5, 2007
Já, það er nánast hægt að segja að letin sem smígur um allar mínar æðar sé allt að því lýgileg – eða hvað? er þetta kannski bara venjan þegar prófin nálgast? Ég veit það ekki, það eina sem ég veit er að maðurinn í ljósbláu rúllukragapeysunni (sem geirvörtunar sjást í gegnum n.b.) er meginorsök þessarar leti. Hefnigjarni hlutinn af mér hefur verið að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að leiðrétta þetta óréttlæti – enda algjörlega óviðunandi að ég sé í djúpum hægðum en ekki hann – en mér dettur ekkert í hug nema leggja á hann einhvers konar álög og þá helst að leggja á og mæla um að hann fái mjög mikinn gráan fiðring, en þá man ég: hann er með gráan fiðring. Þá dettur galdrakerlingunni aðeins eitt í hug og það er að senda hann í kappræður við doktorinn, hehe – gangi honum vel að komast að. Hinn hlutinn af mér er hins vegar fullur undirgefni og vill umfram allt forðast alla árekstra við þennan annars ágæta mann – húmorinn er hins vegar líka til staðar í þessum hluta og þess vegna hefur undirgefni hlutinn samþykkt að senda geirvörtudrenginn í kappræður við doktorinn. Það eina sem vantar núna er ræðuefnið, einhverjar tillögur?
„Staður kvenna er á bak við eldavélina.“ Rúllukragageirvörtumaðurinn verður meðmælandi og doktorinn mótmælandi.
Ég held hann kæmi ekki lifandi úr þeirri rökræðu Jónína …
en af hverju segirðu „á bak við“? er það hægt? er það ekki fyrir framan?????
mér fannst sú blá næstum því sexy !!!! En annars á ég við sama vandamál að stríða, þetta varðandi letina. Hefnigirnin er komin upp í manni skal ég segja þér.
-B
ég vissi það nú að þér, birna, þætti sú bláa vera sexy!
En það er komið óvænt tvist í stöðuna, geirvörtudrengurinn var rétt í þessu að tilkynna að hann ætli að gera okkur lífið enn erfiðara næstkomandi daga. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að stefna sportidotinu Jens Evald inn í kappræðurnar, efnið er ákveðið að tillögu Njónínu, kappið hefst við sólarupprás á morgun úti á torgi. Allir að vakna snemma og hvetja sinn mann eða konu!!!
Mér finnst nú flottari peysan sem hann er í í dag. Og hann virðist hafa áttað sig á þessu með niplurnar, skyrtan undir peysinni kemur a.m.k í veg fyrir að þær sjáist.
Við ættum kannski að stökkva á hann að klípa í geirvörturnar fyrir það að gera okkur lífið erfiðara, eða fáum doktorinn til þess fyrir okkur …
já eða Jens Evald??
En hvernig væri að fá bangsann okkar EKH að knúsa hann … kannski mýkist hann við það og verður betri við okkur. Svo er Kolbrún nú soldið ógnvekjandi, ég er viss um að hann yrði hræddur við hana.
fáum brynjar til að knúsa hann, þá verður hann líkt og bráðið smjer í höndum vorum!
hahaha, eins gott hann sjái ekki þegar ég kikna í hnjánum
Sko. Þetta með „á bak við eldavélina“ Held að þetta hafi verið lagt í munn Guðna Ágústs. Að hann hafi átt að hafa sagt að staður konunnar væri á bak við eldavélina. Þetta er sem sagt einhvers konar afbökun 🙂
ok, vegna þess að þetta orðalag er einnig kennt við ákveðna konu heima sem átti það til að koma með svona afbakanir, eins og að skutla sér beint undir rúm og að vera til í að vera dauð fluga á vegg og fleira skemmtó
Ég hef verið að reyna að æsa mig upp í reiði gagnvart blápeysugeirvörtumanninum en einhvern veginn finnst mér hann svo ómótstæðilegur að ég get ekki verið reið við hann!!! Voðalega er ég mjúkbrjósta 😉
þetta kallast að vera undirgefinn (sko, tókst að koma þessu frá mér á óklámfenginn máta, engar athugasemdir um að æsa upp eða misstinn brjóst)
Geiurvörtumaðurinn og doktorinn ! hljómar eins og eitthvað sem hægt er að sjá á http://www.theicelandicpornodog.com
Fyrsta sena – doktorinn sveiflar til hárinu í þann mund sem geirvörtumaðurinn gengur inní herbergið………..
híhí, doktorinn sveiflar alla vega nóg til hárinu in the real life.