gleymda færslan

apríl 20, 2007

já, ég skil nú bara ekkert í mér. Þegar ég hlammaði mér í sófann nú fyrr í kvöld til að horfa á Inför ESC 2007, með Big Red í broddi fylkingar, áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt að blogga um júróvísjón lögin, eins og ég ætlaði. Jæja, þið fáið þá bara tvöfaldan skammt næst – eitt laganna úr síðustu færslu kom núna, Albanía (hárkollan og yfirvaraskeggið) og voru norðurlandaspekingar á sama máli og ég: Terrible. Og ég verð að segja að danska lagið var hörmung og norska lagið var alls ekkert gott heldur en ekki jafn mikil hörmung og það danska (sorrý Mette).

Ekki meira um það, aðeins um pólitík en það virðist vera í tísku þessa dagana að blogga um pólitík. Mikið vildi ég að ég hefði einhvern áhuga á þeirri tík og ÉG Á AÐ HAFA ÁHUGA – öðruvísi virkar ekki lýðræðið og bleble… En, það er sama hvað ég reyni, pólitíkin er meira svæfandi en rauða serían hans Þorgeirs Örlygssonar. Ég vil bara að einhver segi mér hvað ég eigi að kjósa og hana nú! (kannski ég kjósi sjallana og fái +1 hjá Brynjari eða VG og fái +1 hjá Stráða eða framsókn og fá +101 hjá afa).

Og að lokum, til hamingju Strandamenn og aðrir vestfirðingar (já, Strandir eru á Vestfjörðum) með veginn um Arnkötludal sem virðist ætla að verða að veruleika. Vonandi kemur hann ekki til með að heita Tröllatunguvegur (eða Drullutungu eins og sumir segja) því hitt er svo miklu fallegra og byrjar á svo rosalega flottum staf.

10 svör to “gleymda færslan”

  1. æ æ æ ég fór næstum að gráta. Ekkert evróvísionblogg bú hú.

  2. heheh… já, þegar stórt er spurt er oft fátt um svör! +1 eða +1 eða +101…?!!?… þarftur eitthvað á þessum plús einum að halda 😉 snillingur!!!!

    ps. bíð spennt eftir næsta eurovision-bloggi!;)

  3. Kollý said

    Mér er alveg sama hvað þú kýst bara svo framarlega sem það verður ekki x-??? (gettu hverja )
    Varðandi eurovision hvað segirðu um serbíu ? stelpan í ramones bolnum ?

  4. Jónína Ingibjörg said

    Úff já helvítis pólítíkin. Við ættum kannski að setjast saman og skoða stefnumálin hjá flokkunum og vinna þetta eins og hvert annað verkefni á Bifröst?

    Varðandi Eurovision þá vekur það mér jafnmikinn áhuga pólítískar umræður í fjölmiðlum. Sem sagt; eyrun lokast og hugurinn fer á flug um allt aðra hluti.

    Er sem sagt ekki búin að mynda mér skoðun á hvað ég á að kjósa…. hvorki í Eurovision né Alþingiskosningum :s

  5. annai said

    Rauðka: ekki viljum við hafa þig skælandi, ég skal senda þér alveg spes júrófærslur í pósti á hverjum degi fram að keppni!!!
    Halla: ja, það er aldrei að vita hverju maður þarf á að halda á þessum síðustu og verstu 😉
    Kollý: ertu ekki örugglega að meina þessa sem auglýsa á blogginu þínu? Serbía fannst mér ömó, ég er greinilega ekki jafn mikill sökker fyrir dimmrödduðum austantjaldsþjóðlagasöngkonum eins og ég hélt…
    Jónína: Það er nefnilega málið, ég nenni ekki að kynna mér stefnumálin hjá flokkunum, en ef þú gerir það viltu þá láta mig vita hvaða stefna hentar mér best – takk takk takk og smá játning: ég kýs aldrei í Júró!

  6. Ester said

    Ég er allavegana búin að ákveða hvað ég kýs (ekki í júróvísjón samt…) enda er ég flokksbundin tík 😉 …og gæti alveg grenjað yfir því að ég er EKKI búin í prófunum þegar þessar tvær áhugaverðu kosningar fara fram.
    Sendi þér kveðju héðan úr bókhlöðunni esskan mín!

  7. annai said

    ég get þá líklega glatt þig með því að ég er að fara í öll mín próf í vikunni eftir kosningar – þannig að það verður lítið um júróvisjón/kosningapartý hjá mér og þú ekki ein í þessari tilvistarkreppu. Gangi þér svakalega vel í prófunum – hvernig er það, er hægt að díla við þig um skipti: lögfræðiaðstoð í stað sálfræðiaðstoðar?? Mér mun ekki veita af 😉

  8. Ása said

    Er þessi Arnkötluvegur í Drullutungu? Ef svo er þá kýs ég að nafninu verði ekki breytt – er algjörlega húkt á Drullutungu og hefur nafngiftin verið tilefni mikilla og heitra umræðna á mínu heimili!

  9. annai said

    ja, sko Arnkötludalur er dalurinn á hægri hönd þegar keyrt er Drullutunguheiðina á leið suður Þannig að í stað þess að keyra uppi á heiðinni þá liggur vegurinn ofan í dalnum. Drullutunguheiði verður þarna samt sem áður ef þig langar endilega að keyra hana þegar þú kemur í heimsókn.
    Sjá mynd á:http://www.strandir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=4202&Itemid=2

  10. Ester said

    …jahh! svei mér þá ef það eru ekki nokkuð góð skipti bara Anna mín! Ég efast ekki um að ég á eftir að þurfa á lögfræðiaðstoð að halda, og það kæmi mér ekki á óvart að allir lögfræðingar þurfi á sálfræðiaðstoð að halda …hehe 😀

Færðu inn athugasemd