Allt að gerast í sveitinni… (remix)
maí 22, 2007
nú er maður kominn í sumarfrí og bloggið ekki efst í huga… Alla vega þá erum við Hermann komin í sveitina þar sem við reynum af litlum mætti að vera til aðstoðar í sauðburðinum – en eins og kannski sést á meðfylgjandi myndum, þá látum við hafa það mikið fyrir okkur að það er spurning hvort við verðum nokkurn tímann beðin um að koma aftur á háannatíma…
Hér gefur á að líta Spiderman-merkið hans Hermanns, sem hann missti í fjárhúsunum og endaði að sjálfsögðu með því að fara niður fyrir grindurnar…
og hér byrjar björgunaraðgerðin – Hermann með grilltöng og Drífa með kúbein…
Búið að taka upp ristina…
og hér er Drífa bóndi að teygja sig í spidermanmerkið með grilltönginni, spurning hvort hún nái ???
Júhú, viti menn – eitthvað kom alla vega undan grindunum.
og það bar vel í veiði, spiderman merkið komið aftur til eigandans sem var kampakátur með þetta ótrúlega björgunarafrek.
ps. endilega takið eftir því hvað wordpress er orðið íslenskuvætt, hvað er annars íslenska þýðingin á wordpress? orðapressa?
Eldri dóttir mín var eitt sinn viðstödd sauðburð og fannst allt þetta blóð og slím frekar ógeðfellt. Ég sagði henni að það hafi nú líka verið þannig þegar hún fæddist, hún öll í slími og blóði. Þá sagði hún þessi fleygu orð, „já en þú sleiktir það ekki af mér mamma“ !
hehe.. gott að það fer vel um ykkur í sveitinni! Og njóttu þess nú að vera með lappirnar upp í lofti – þú átt það skilið! 🙂 annars biðjum við GEJ að heilsa 🙂 sjáumst vonandi eftir hvítasunnuhelgi!
ps. Kollý – tær snilld 😉
ég held að þið ættuð ekki að vera að þvælast fyrir. Komið frekar í afmæli suður með sjó. Það var að renna upp fyrir mér að ég hef ekki boðið ykkur! 😉 geri bót á því hér með og jafnframt mun ég hringja og staðfesta með ómþýðri röddu vilja minn eftir nærveru ykkar óslinga
Tær snilld – myndin af Hermanni þarna í lokin.. 🙂 eitt smile-face 🙂 Hafið það gott þarna í sveitinni og við hlökkum til að lesa um fleiri sveitarævintýri 🙂
Hæ jú jú búin að kíkja á þarna sem þú bentir mér á að sjá á blogginu þínu;) Annars er gott að frétta úr borginni, begga búin að láta inn myndirnar sem við Kristný tókum hjá ykkur, hafið það gott, kveðja Hafrún
Datt það í hug að myndirnar myndu fjúka hér inn. Var mamma þín ekki ánægð með myndirnar? heheh
Ég fer læt sjá mig um næstu helgi.